Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 24

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 24
PENINGAMÁL 2022 / 4 24 Væntingavísitala Gallup bendir jafnframt til þess að svartsýni neytenda hafi haldið áfram að aukast (mynd III-3). Líklega endurspeglar það áhrif aukinnar verðbólgu og minnkandi kaupmáttar en einnig þrengri fjármálaleg skilyrði í kjölfar þess að vextir hafa hækkað hratt (sjá kafla II). Grunnspá Seðlabankans gerir því ráð fyrir að nokk- uð hafi hægt á vexti einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi. Talið er að hún hafi aukist um 5,7% milli ára sem er svipað og búist var við í ágústspá bankans. Horfur um vöxt einkaneyslu á árinu öllu hafa jafnframt lítið breyst frá ágústspánni. Eins og þá er gert ráð fyrir liðlega 7% vexti sem yrði þá annað árið í röð þar sem einkaneysla vex um meira en 7% á ári (mynd III-4). Spáð meiri vexti einkaneyslu á næstu þremur árum Nýbirtar bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun ráð- stöfunartekna benda til þess að þær hafi aukist nokkru meira á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs en fyrri áætl- anir bentu til. Sparnaðarhlutfall heimila hefur því lækkað minna en gert var ráð fyrir í ágúst og er enn yfir því sem það var að meðaltali fyrir farsóttina (mynd III-1). Þótt heimilin séu svartsýnni um efnahagshorfur bendir hærra sparnaðarstig til þess að heimilin hafi meira borð fyrir báru og geti því viðhaldið hærra útgjaldastigi en áður var talið. Spá bankans um vöxt einkaneyslu á næsta ári hefur því verið færð upp á við. Talið er að hún aukist um 2,6% á næsta ári í stað 2% í ágústspánni. Líkt og í ágúst er gert ráð fyrir að hún aukist um tæplega 3% árið 2024 en hjaðni svo í liðlega 2% árið 2025. Sparnaðarhlutfall heimila helst því í um 10% af ráðstöf- unartekjum allt tímabilið sem er áþekkt því sem það var að meðaltali árin fyrir farsóttina. Kröftugur vöxtur atvinnuvegafjárfestingar á fyrri helmingi ársins ... Fjárfesting atvinnuveganna jókst um 12,1% milli ára á fyrri helmingi ársins sem var lítillega meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Almenn atvinnu- vegafjárfesting (þ.e. atvinnuvegafjárfesting utan stóriðju, skipa og flugvéla) jókst um fimmtung milli ára en framlag fjárfestingar í skipum og flugvélum var neikvætt (mynd III-5). ... og horfur fyrir árið í heild hafa batnað frá því í ágúst Vísbendingar eru um að fjármunamyndun atvinnu- vega hafi áfram verið kröftug á þriðja fjórðungi ársins. Innflutningur almennra fjárfestingarvara á föstu gengi var tæplega þriðjungi meiri en á sama tíma í fyrra sem er þó minni vöxtur en á fyrstu tveimur fjórðungum ársins Einkaneysla og vísbendingar1 1. ársfj. 2019 - 3. ársfj. 2022 1. Greiðslukortavelta á föstu verðlagi. Væntingavísitala Gallup er árstíðarleiðrétt. Grunnspá Seðlabankans fyrir vöxt einkaneyslu á 3. ársfj. 2022. Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla (v. ás) Greiðslukortavelta alls (v. ás) Væntingavísitala Gallup (h. ás) Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-3 Vísitala -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 40 60 80 100 120 140 160 180 200 2022202120202019 Einkaneysla 2015-20251 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-4 -4 -2 0 2 4 6 8 10 20252024202320222021202020192018201720162015 Fjármunamyndun atvinnuvega og framlag undirliða 1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Almennir atvinnuvegir Stóriðja Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-5 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 20222021202020192018 Skip og flugvélar Alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.