Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 32

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 32
PENINGAMÁL 2022 / 4 32 voru á sama tíma árið 2019. Nokkur vöxtur var einnig í öðrum undirliðum þjónustuinnflutnings og jókst annar þjónustuinnflutningur um 39% milli ára á fyrri helmingi ársins. Vísbendingar eru um að vöxtur þjónustuinnflutn- ings á þriðja fjórðungi þessa árs hafi þróast í takt við það sem áætlað var í ágúst og horfur eru á að ferðir Íslendinga til útlanda verði álíka margar í ár og þá var áætlað. Talið er að innflutningur í heild aukist um 16,5% í ár sem er svipað og spáð var í ágúst. Líkt og þá er áætl- að að nokkuð muni hægja á vexti innflutnings á næsta ári og að hann verði um 3% á ári út spátímann. Horfur á viðskiptahalla út spátímann Halli á viðskiptajöfnuði nam 4,3% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi sem er svipað og gert var ráð fyrir í ágúst. Endurskoðun á tölum fyrir fyrsta ársfjórðung gerir það hins vegar að verkum að hallinn var tæplega 15 ma.kr. minni á fyrri helmingi ársins eða sem nemur 0,8% af landsframleiðslu. Tölur fyrir fyrri ár voru einnig endurskoðaðar sem m.a. endurspeglar að þjóðhagslegur sparnaður er nú talinn vera meiri en áður var áætlað. Halli á viðskiptajöfnuði mældist 1,6% af landsframleiðslu í fyrra í stað 2,9% líkt og áður var talið og afgangur ársins 2020 var einnig rúmlega 1 prósentu meiri. Mikil breyting hefur orðið á samsetningu viðskipta- jafnaðar frá því að jöfnuður frumþáttatekna varð nei- kvæður á fjórða fjórðungi í fyrra. Skýrist viðsnúningurinn fyrst og fremst af auknum hagnaði innlendra félaga í eigu erlendra aðila en þar vegur þungt aukinn hagnaður álfyrirtækja vegna mikillar verðhækkunar á álafurðum. Útlit er fyrir að dragi úr áhrifunum þegar líður á árið eftir mikla lækkun á heimsmarkaðsverði áls undanfarna mánuði. Þá leggst á sömu sveif að nú er gert ráð fyrir meiri afgangi á þjónustujöfnuði á seinni helmingi ársins en í ágúst. Horfur eru því á að halli á viðskiptajöfnuði verði 2,1% af landsframleiðslu í ár en ekki 3,7% eins og spáð var í ágúst (mynd III-19). Einnig er útlit fyrir minni halla á næsta ári þrátt fyrir meiri rýrnun viðskiptakjara en áður var spáð og skýrist það af hagstæðari þróun frumþáttatekna vegna áðurnefndrar endurskoðunar sögulegra talna. Talið er að hallinn verði 2,7% af landsframleiðslu eða 0,7 prósent- um minni en spáð var í ágúst. Líkt og þá er spáð ríflega 3% viðskiptahalla á seinni hluta spátímans. Hagvöxtur Landsframleiðsla er orðin meiri en hún var fyrir farsóttina Landsframleiðsla jókst um 3,9% á milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi. Hún hefur því aukist um tæplega Viðskiptajöfnuður 2015-20251 1.Viðskiptajöfnuður án áhrifa fallinna fjármálafyrirtækja árið 2015. Jöfnuður rekstrar- framlaga talinn með frumþáttajöfnuði. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vörur Þjónusta % af VLF Mynd III-19 -15 -10 -5 0 5 10 15 20252024202320222021202020192018201720162015 Jöfnuður frumþáttatekna Viðskiptajöfnuður 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015 Verg landsframleiðsla1 1. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2022 1. VLF á föstu verðlagi er út frá keðjutengdu verðmæti. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimild: Hagstofa Íslands. VLF á föstu verðlagi VLF á verðlagi hvers árs Vísitala, 4. ársfj. 2019 = 100 Mynd III-20 60 70 80 90 100 110 120 ‘222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.