Peningamál - 23.11.2022, Page 32

Peningamál - 23.11.2022, Page 32
PENINGAMÁL 2022 / 4 32 voru á sama tíma árið 2019. Nokkur vöxtur var einnig í öðrum undirliðum þjónustuinnflutnings og jókst annar þjónustuinnflutningur um 39% milli ára á fyrri helmingi ársins. Vísbendingar eru um að vöxtur þjónustuinnflutn- ings á þriðja fjórðungi þessa árs hafi þróast í takt við það sem áætlað var í ágúst og horfur eru á að ferðir Íslendinga til útlanda verði álíka margar í ár og þá var áætlað. Talið er að innflutningur í heild aukist um 16,5% í ár sem er svipað og spáð var í ágúst. Líkt og þá er áætl- að að nokkuð muni hægja á vexti innflutnings á næsta ári og að hann verði um 3% á ári út spátímann. Horfur á viðskiptahalla út spátímann Halli á viðskiptajöfnuði nam 4,3% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi sem er svipað og gert var ráð fyrir í ágúst. Endurskoðun á tölum fyrir fyrsta ársfjórðung gerir það hins vegar að verkum að hallinn var tæplega 15 ma.kr. minni á fyrri helmingi ársins eða sem nemur 0,8% af landsframleiðslu. Tölur fyrir fyrri ár voru einnig endurskoðaðar sem m.a. endurspeglar að þjóðhagslegur sparnaður er nú talinn vera meiri en áður var áætlað. Halli á viðskiptajöfnuði mældist 1,6% af landsframleiðslu í fyrra í stað 2,9% líkt og áður var talið og afgangur ársins 2020 var einnig rúmlega 1 prósentu meiri. Mikil breyting hefur orðið á samsetningu viðskipta- jafnaðar frá því að jöfnuður frumþáttatekna varð nei- kvæður á fjórða fjórðungi í fyrra. Skýrist viðsnúningurinn fyrst og fremst af auknum hagnaði innlendra félaga í eigu erlendra aðila en þar vegur þungt aukinn hagnaður álfyrirtækja vegna mikillar verðhækkunar á álafurðum. Útlit er fyrir að dragi úr áhrifunum þegar líður á árið eftir mikla lækkun á heimsmarkaðsverði áls undanfarna mánuði. Þá leggst á sömu sveif að nú er gert ráð fyrir meiri afgangi á þjónustujöfnuði á seinni helmingi ársins en í ágúst. Horfur eru því á að halli á viðskiptajöfnuði verði 2,1% af landsframleiðslu í ár en ekki 3,7% eins og spáð var í ágúst (mynd III-19). Einnig er útlit fyrir minni halla á næsta ári þrátt fyrir meiri rýrnun viðskiptakjara en áður var spáð og skýrist það af hagstæðari þróun frumþáttatekna vegna áðurnefndrar endurskoðunar sögulegra talna. Talið er að hallinn verði 2,7% af landsframleiðslu eða 0,7 prósent- um minni en spáð var í ágúst. Líkt og þá er spáð ríflega 3% viðskiptahalla á seinni hluta spátímans. Hagvöxtur Landsframleiðsla er orðin meiri en hún var fyrir farsóttina Landsframleiðsla jókst um 3,9% á milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi. Hún hefur því aukist um tæplega Viðskiptajöfnuður 2015-20251 1.Viðskiptajöfnuður án áhrifa fallinna fjármálafyrirtækja árið 2015. Jöfnuður rekstrar- framlaga talinn með frumþáttajöfnuði. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vörur Þjónusta % af VLF Mynd III-19 -15 -10 -5 0 5 10 15 20252024202320222021202020192018201720162015 Jöfnuður frumþáttatekna Viðskiptajöfnuður 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015 Verg landsframleiðsla1 1. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2022 1. VLF á föstu verðlagi er út frá keðjutengdu verðmæti. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimild: Hagstofa Íslands. VLF á föstu verðlagi VLF á verðlagi hvers árs Vísitala, 4. ársfj. 2019 = 100 Mynd III-20 60 70 80 90 100 110 120 ‘222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.