Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 12

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 12
PENINGAMÁL 2022 / 4 12 á ný í takt við hægari vöxt efnahagsumsvifa og hjöðnun verðbólgu. Meiri vaxtahækkanir í Bandaríkjunum og aukin óvissa hefur valdið mikilli hækkun á gengi Bandaríkjadals Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað vexti meira og hraðar en seðlabankar flestra annarra þróaðra ríkja á þessu ári. Endurspeglar það að hluta meiri og hraðari aukningu undirliggjandi verðbólgu í Bandaríkjunum. Einnig var efna hagsbatinn í kjölfar farsóttarinnar kraftmeiri vestan- hafs, m.a. í ljósi umfangsmikilla örvunaraðgerða stjórn- valda, og spenna á vinnumarkaði hefur verið meiri. Staða orkumála í Bandaríkjunum er jafnframt hagfelldari en t.d. í Evrópu þótt orkuverð hafi líka hækkað mikið vestan- hafs. Meiri hækkun vaxta og sterkari staða efnahagsmála í Bandaríkjunum en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum endurspeglast í þróun Bandaríkjadals sem hefur styrkst mikið gagnvart gjaldmiðlum margra annarra ríkja (mynd I-14). Aukin alþjóðleg óvissa og ásókn í öruggari eignir vegna lakari horfa í heimsbúskapnum hefur ýtt enn frekar undir þessa þróun. Hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart meðaltali annarra gjaldmiðla ekki verið hærra í meira en tvo áratugi. Fjármálaleg skilyrði hafa versnað og óvissa aukist Alþjóðlegt eignaverð hefur gefið mikið eftir á þessu ári og sveiflur þess aukist (mynd I-15). Álag á áhættumeiri fjáreignir hefur einnig hækkað, sérstaklega í Evrópu, og fjármögnunarkostnaður aukist. Skýrist það líklega eink- um af lakari efnahagshorfum, aukinni óvissu og meiri vaxtahækkunum helstu seðlabanka en búist var við. Fjármálaleg skilyrði hafa því versnað víða um heim og eru nú þrengri í flestum þróuðum ríkjum en að með- altali sl. áratug. Þau hafa versnað hvað mest á evrusvæð- inu og eru nú svipuð og þau urðu hvað lökust í kjölfar heimsfaraldursins. Þá hafa fjármálaleg skilyrði margra nýmarkaðsríkja einnig versnað með samsvarandi hætti og er staða margra þeirra brothætt. Vaxtahækkanir í Bandaríkjunum og mikil styrking Bandaríkjadals það sem af er ári hafa gert stöðuna enn erfiðari fyrir mörg þeirra, sérstaklega þau sem eru með miklar skuldbindingar í Bandaríkjadal og brothættar efnahagslegar undirstöður. Útflutningsverð og viðskiptakjör Horfur á meiri verðhækkun sjávarafurða í ár Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur hækkað samfellt frá öðrum ársfjórðungi í fyrra í takt við batnandi markaðs- aðstæður eftir því sem áhrif faraldursins minnkuðu (mynd I-16). Aukin óvissa um framboð sjávarafurða í kjölfar viðskiptaþvingana Vesturlanda gegn Rússlandi leiddi Breyting á gengi gjaldmiðla ýmissa OECD-ríkja á árinu 20221 1. Breyting viðskiptaveginnar gengisvísitölu frá áramótum til 18. nóvember. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Breyting frá árslokum 2021 (%) Mynd I-14 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 TYRJAPUNGSVÍNORBREKÍNÍSLKANNÝSDANEURÁSTSVIBNAMEX Alþjóðlegt hlutabréfaverð 1. janúar 2019 - 18. nóvember 2022 Heimild: Refinitiv Datastream. Vísitala, 1. jan. 2018 = 100 Mynd I-15 Evrusvæðið (EURO STOXX) Bandaríkin (S&P 500) Heimurinn (MSCI ACWI) Þróuð ríki (MSCI World) Nýmarkaðsríki (MSCI EM) 2022202120202019 60 80 100 120 140 160 180 200 Hrávöruverð og viðskiptakjör¹ 1. ársfj. 2013 - 3. ársfj. 2022 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2022 fyrir viðskiptakjör. Heimildir: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2010 = 100 Mynd I-16 Hrávörur (án orku, í USD) Sjávarafurðir (í erl. gjaldm.) Ál (í USD) Viðskiptakjör 60 80 100 120 140 160 180 2022202120202019201820172016201520142013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.