Peningamál - 23.11.2022, Side 12

Peningamál - 23.11.2022, Side 12
PENINGAMÁL 2022 / 4 12 á ný í takt við hægari vöxt efnahagsumsvifa og hjöðnun verðbólgu. Meiri vaxtahækkanir í Bandaríkjunum og aukin óvissa hefur valdið mikilli hækkun á gengi Bandaríkjadals Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað vexti meira og hraðar en seðlabankar flestra annarra þróaðra ríkja á þessu ári. Endurspeglar það að hluta meiri og hraðari aukningu undirliggjandi verðbólgu í Bandaríkjunum. Einnig var efna hagsbatinn í kjölfar farsóttarinnar kraftmeiri vestan- hafs, m.a. í ljósi umfangsmikilla örvunaraðgerða stjórn- valda, og spenna á vinnumarkaði hefur verið meiri. Staða orkumála í Bandaríkjunum er jafnframt hagfelldari en t.d. í Evrópu þótt orkuverð hafi líka hækkað mikið vestan- hafs. Meiri hækkun vaxta og sterkari staða efnahagsmála í Bandaríkjunum en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum endurspeglast í þróun Bandaríkjadals sem hefur styrkst mikið gagnvart gjaldmiðlum margra annarra ríkja (mynd I-14). Aukin alþjóðleg óvissa og ásókn í öruggari eignir vegna lakari horfa í heimsbúskapnum hefur ýtt enn frekar undir þessa þróun. Hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart meðaltali annarra gjaldmiðla ekki verið hærra í meira en tvo áratugi. Fjármálaleg skilyrði hafa versnað og óvissa aukist Alþjóðlegt eignaverð hefur gefið mikið eftir á þessu ári og sveiflur þess aukist (mynd I-15). Álag á áhættumeiri fjáreignir hefur einnig hækkað, sérstaklega í Evrópu, og fjármögnunarkostnaður aukist. Skýrist það líklega eink- um af lakari efnahagshorfum, aukinni óvissu og meiri vaxtahækkunum helstu seðlabanka en búist var við. Fjármálaleg skilyrði hafa því versnað víða um heim og eru nú þrengri í flestum þróuðum ríkjum en að með- altali sl. áratug. Þau hafa versnað hvað mest á evrusvæð- inu og eru nú svipuð og þau urðu hvað lökust í kjölfar heimsfaraldursins. Þá hafa fjármálaleg skilyrði margra nýmarkaðsríkja einnig versnað með samsvarandi hætti og er staða margra þeirra brothætt. Vaxtahækkanir í Bandaríkjunum og mikil styrking Bandaríkjadals það sem af er ári hafa gert stöðuna enn erfiðari fyrir mörg þeirra, sérstaklega þau sem eru með miklar skuldbindingar í Bandaríkjadal og brothættar efnahagslegar undirstöður. Útflutningsverð og viðskiptakjör Horfur á meiri verðhækkun sjávarafurða í ár Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur hækkað samfellt frá öðrum ársfjórðungi í fyrra í takt við batnandi markaðs- aðstæður eftir því sem áhrif faraldursins minnkuðu (mynd I-16). Aukin óvissa um framboð sjávarafurða í kjölfar viðskiptaþvingana Vesturlanda gegn Rússlandi leiddi Breyting á gengi gjaldmiðla ýmissa OECD-ríkja á árinu 20221 1. Breyting viðskiptaveginnar gengisvísitölu frá áramótum til 18. nóvember. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Breyting frá árslokum 2021 (%) Mynd I-14 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 TYRJAPUNGSVÍNORBREKÍNÍSLKANNÝSDANEURÁSTSVIBNAMEX Alþjóðlegt hlutabréfaverð 1. janúar 2019 - 18. nóvember 2022 Heimild: Refinitiv Datastream. Vísitala, 1. jan. 2018 = 100 Mynd I-15 Evrusvæðið (EURO STOXX) Bandaríkin (S&P 500) Heimurinn (MSCI ACWI) Þróuð ríki (MSCI World) Nýmarkaðsríki (MSCI EM) 2022202120202019 60 80 100 120 140 160 180 200 Hrávöruverð og viðskiptakjör¹ 1. ársfj. 2013 - 3. ársfj. 2022 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2022 fyrir viðskiptakjör. Heimildir: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2010 = 100 Mynd I-16 Hrávörur (án orku, í USD) Sjávarafurðir (í erl. gjaldm.) Ál (í USD) Viðskiptakjör 60 80 100 120 140 160 180 2022202120202019201820172016201520142013

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.