Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 8

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 8
PENINGAMÁL 2022 / 4 8 til kynna að efnahagsumsvif hafi nánast staðnað eða þau dregist saman að undanförnu (mynd I-2). Smásala hefur einnig minnkað og iðnaðarframleiðsla gefið eftir, aðallega í Bretlandi (mynd I-3). Þá hafa væntingar almennings til efnahagshorfa í helstu iðnríkjum haldist í lægstu lægðum og svartsýni forsvarsmanna fyrirtækja hefur aukist. Er nú talið að lítillegur samdráttur verði að meðaltali í viðskiptalöndum Íslands á fjórða ársfjórðungi í stað lítils háttar hagvaxtar í ágústspánni. Framfærslukostnaður hefur hækkað um allan heim … Bakslag í efnahagsbata undanfarið og lakari horfur má að stórum hluta rekja til áhrifa aukinnar verðbólgu um allan heim. Hefur hún ekki mælst meiri í um fjóra ára- tugi í fjölda þróaðra ríkja. Til viðbótar hafa fjármálaleg skilyrði versnað í takt við vaxtahækkanir seðlabanka víða um heim. Framfærslukostnaður heimila hefur því aukist mikið á skömmum tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrnað sem dregur úr innlendri eftirspurn (mynd I-4). Hærri fjármagnskostnaður, aukin óvissa og hátt aðfanga- verð hafa einnig neikvæð áhrif á fjárfestingaráform fyrirtækja. Þessi kostnaðarkreppa skýrist að miklu leyti af afleiðingum stríðsátakanna í Úkraínu sem leitt hefur til mikillar hækkunar orku- og matvælaverðs og skapað aukna óvissu um efnahagsframvinduna. … og orkukreppan í Evrópu dýpkað … Efnahagshorfur í Evrópu hafa einkum litast af vaxandi áhyggjum af orkuframboði í álfunni eftir innrásina í Úkraínu enda hefur innflutningur á jarðgasi frá Rússlandi vegið þungt í orkunotkun Evrópubúa. Innflutningur þess hefur minnkað hratt í sumar samhliða aukinni spennu vegna stríðsátakanna og hertra refsiaðgerða Vesturlanda gagnvart Rússlandi. Nemur hann nú einungis um fimmt- ungi af meðaltali ársins 2021 eftir að Rússar lokuðu fyrir flæði gegnum Nord Stream 1-gasleiðsluna undir lok ágúst sl. Verð á jarðgasi í Evrópu hækkaði skarpt í kjöl- farið og áhyggjur af orkuframboði í vetur jukust mikið. Þrátt fyrir að verð hafi lækkað á ný í takt við óvenjuhlýtt veðurfar að undanförnu, aukinn innflutning á jarðgasi frá öðrum ríkjum, hagstæðari birgðastöðu en búist var við og aukinn orkusparnað ríkir mikil óvissa um orkuframboð í Evrópu í vetur og á næstu árum (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 1). … en gott atvinnuástand, mikill uppsafnaður sparnað- ur og mótvægisaðgerðir stjórnvalda vega á móti Þrátt fyrir hægari efnahagsumsvif og versnandi horfur hefur eftirspurn eftir vinnuafli verið mikil. Atvinnuleysi í helstu iðnríkjum er í eða nálægt margra áratuga lág- marki, fjöldi lausra starfa er í boði og nafnlaun hafa farið Iðnframleiðsla og smásala1 Janúar 2019 - október 2022 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur (2020 = 100). Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland Iðnframleiðsla Mynd I-3 Evrusvæðið 70 80 90 100 110 120 202120202019 70 80 90 100 110 120 202120202019 Smásala 2022 2022 Raunlaun á 2. ársfj. 20221 1. Laun og launatengd gjöld á vinnustund raunvirt með vísitölu neysluverðs. Árstíðar- leiðréttar tölur. Heimildir: OECD, Vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-4 -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 D an m ör k H ol la nd Sp án n Br et la nd Ev ru sv æ ði Fr ak kl an d Sv íþ jó ð Ít al ía Ba nd ar ík in Þý sk al an d Fi nn la nd N or eg ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.