Peningamál - 23.11.2022, Page 8

Peningamál - 23.11.2022, Page 8
PENINGAMÁL 2022 / 4 8 til kynna að efnahagsumsvif hafi nánast staðnað eða þau dregist saman að undanförnu (mynd I-2). Smásala hefur einnig minnkað og iðnaðarframleiðsla gefið eftir, aðallega í Bretlandi (mynd I-3). Þá hafa væntingar almennings til efnahagshorfa í helstu iðnríkjum haldist í lægstu lægðum og svartsýni forsvarsmanna fyrirtækja hefur aukist. Er nú talið að lítillegur samdráttur verði að meðaltali í viðskiptalöndum Íslands á fjórða ársfjórðungi í stað lítils háttar hagvaxtar í ágústspánni. Framfærslukostnaður hefur hækkað um allan heim … Bakslag í efnahagsbata undanfarið og lakari horfur má að stórum hluta rekja til áhrifa aukinnar verðbólgu um allan heim. Hefur hún ekki mælst meiri í um fjóra ára- tugi í fjölda þróaðra ríkja. Til viðbótar hafa fjármálaleg skilyrði versnað í takt við vaxtahækkanir seðlabanka víða um heim. Framfærslukostnaður heimila hefur því aukist mikið á skömmum tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrnað sem dregur úr innlendri eftirspurn (mynd I-4). Hærri fjármagnskostnaður, aukin óvissa og hátt aðfanga- verð hafa einnig neikvæð áhrif á fjárfestingaráform fyrirtækja. Þessi kostnaðarkreppa skýrist að miklu leyti af afleiðingum stríðsátakanna í Úkraínu sem leitt hefur til mikillar hækkunar orku- og matvælaverðs og skapað aukna óvissu um efnahagsframvinduna. … og orkukreppan í Evrópu dýpkað … Efnahagshorfur í Evrópu hafa einkum litast af vaxandi áhyggjum af orkuframboði í álfunni eftir innrásina í Úkraínu enda hefur innflutningur á jarðgasi frá Rússlandi vegið þungt í orkunotkun Evrópubúa. Innflutningur þess hefur minnkað hratt í sumar samhliða aukinni spennu vegna stríðsátakanna og hertra refsiaðgerða Vesturlanda gagnvart Rússlandi. Nemur hann nú einungis um fimmt- ungi af meðaltali ársins 2021 eftir að Rússar lokuðu fyrir flæði gegnum Nord Stream 1-gasleiðsluna undir lok ágúst sl. Verð á jarðgasi í Evrópu hækkaði skarpt í kjöl- farið og áhyggjur af orkuframboði í vetur jukust mikið. Þrátt fyrir að verð hafi lækkað á ný í takt við óvenjuhlýtt veðurfar að undanförnu, aukinn innflutning á jarðgasi frá öðrum ríkjum, hagstæðari birgðastöðu en búist var við og aukinn orkusparnað ríkir mikil óvissa um orkuframboð í Evrópu í vetur og á næstu árum (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 1). … en gott atvinnuástand, mikill uppsafnaður sparnað- ur og mótvægisaðgerðir stjórnvalda vega á móti Þrátt fyrir hægari efnahagsumsvif og versnandi horfur hefur eftirspurn eftir vinnuafli verið mikil. Atvinnuleysi í helstu iðnríkjum er í eða nálægt margra áratuga lág- marki, fjöldi lausra starfa er í boði og nafnlaun hafa farið Iðnframleiðsla og smásala1 Janúar 2019 - október 2022 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur (2020 = 100). Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland Iðnframleiðsla Mynd I-3 Evrusvæðið 70 80 90 100 110 120 202120202019 70 80 90 100 110 120 202120202019 Smásala 2022 2022 Raunlaun á 2. ársfj. 20221 1. Laun og launatengd gjöld á vinnustund raunvirt með vísitölu neysluverðs. Árstíðar- leiðréttar tölur. Heimildir: OECD, Vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-4 -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 D an m ör k H ol la nd Sp án n Br et la nd Ev ru sv æ ði Fr ak kl an d Sv íþ jó ð Ít al ía Ba nd ar ík in Þý sk al an d Fi nn la nd N or eg ur

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.