Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 37

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 37
PENINGAMÁL 2022 / 4 37 VVerðbólga Nýleg verðbólguþróun Verðbólga mælist áfram mikil ... Verðbólga mældist 9,7% á þriðja ársfjórðungi en í ágústspá Peningamála var búist við því að hún yrði 10,4%. Hækkun húsnæðisliðarins var áfram sá þáttur sem hafði mest áhrif á vísitölu neysluverðs á fjórðungn- um vegna mikillar hækkunar húsnæðisverðs í júlí sl. Verð á ýmissi þjónustu og matvöru hækkaði einnig nokkuð. Verðbólga hefur verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í meira en tvö ár. Hún mældist 9,4% í október og hafði minnkað úr 9,9% í júlí þegar hún náði hámarki (mynd V-1). Snörp umskipti á húsnæðismarkaði eiga mikinn þátt í hjöðnun verðbólgu síðustu mánuði (sjá kafla II). Verðbólga miðað við mælikvarða sem undan- skilja kostnað vegna eigin húsnæðis hefur einnig minnkað frá því í sumar. Verðbólga án húsnæðis var 7,2% í október og 6,4% ef miðað er við samræmdu neyslu- verðsvísitöluna. Munurinn á milli þessara tveggja mæli- kvarða og vísitölu neyslu verðs hefur minnkað undanfarið. ... og undirliggjandi verðbólga heldur áfram að aukast Undirliggjandi verðbólga var 6,9% í október sé miðað við meðaltal ólíkra mælikvarða og jókst frá því í júlí (mynd V-2). Af þeim fimm mælikvörðum á undir liggjandi verðbólgu sem horft er til er kjarnaverðbólga sá eini sem hefur minnkað undanfarið en sá mælikvarði horfir m.a. fram hjá áhrifum verðbreytinga á eldsneyti og sveiflu- kenndum matvöruliðum. Undirliggjandi verðbólga hefur hins vegar haldið áfram að aukast á aðra mælikvarða. Verðbólga er því sem fyrr á afar breiðum grunni og tals- verður undirliggjandi verðbólguþrýstingur er fyrir hendi. Þetta sést einnig á mynd V-3 sem sýnir að yfir helmingur undirliða vísitölu neysluverðs hafði hækkað um meira en Verðbólga á ýmsa mælikvarða Janúar 2016 - október 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. VNV VNV án húsnæðis 12 mánaða breyting (%) Mynd V-1 Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 202120202019201820172016 2022 Mæld og undirliggjandi verðbólga1 Janúar 2016 - október 2022 1. Undirliggjandi verðbólga er mæld með kjarnavísitölu (áhrif óbeinna skatta, sveiflu- kenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána eru undanskilin) og tölfræðilegum mælikvörðum (vegið miðgildi, klippt meðaltal, kvikt þáttalíkan og sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. VNV Meðaltal mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu 12 mánaða breyting (%) Mynd V-2 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Verðbólgumarkmið Bil hæsta og lægsta mats á undirliggjandi verðbólgu 0 2 4 6 8 10 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.