Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 37
PENINGAMÁL 2022 / 4 37
VVerðbólga
Nýleg verðbólguþróun
Verðbólga mælist áfram mikil ...
Verðbólga mældist 9,7% á þriðja ársfjórðungi en í
ágústspá Peningamála var búist við því að hún yrði
10,4%. Hækkun húsnæðisliðarins var áfram sá þáttur
sem hafði mest áhrif á vísitölu neysluverðs á fjórðungn-
um vegna mikillar hækkunar húsnæðisverðs í júlí sl. Verð
á ýmissi þjónustu og matvöru hækkaði einnig nokkuð.
Verðbólga hefur verið yfir verðbólgumarkmiði
Seðlabankans í meira en tvö ár. Hún mældist 9,4% í
október og hafði minnkað úr 9,9% í júlí þegar hún náði
hámarki (mynd V-1). Snörp umskipti á húsnæðismarkaði
eiga mikinn þátt í hjöðnun verðbólgu síðustu mánuði
(sjá kafla II).
Verðbólga miðað við mælikvarða sem undan-
skilja kostnað vegna eigin húsnæðis hefur einnig
minnkað frá því í sumar. Verðbólga án húsnæðis var 7,2%
í október og 6,4% ef miðað er við samræmdu neyslu-
verðsvísitöluna. Munurinn á milli þessara tveggja mæli-
kvarða og vísitölu neyslu verðs hefur minnkað undanfarið.
... og undirliggjandi verðbólga heldur áfram að aukast
Undirliggjandi verðbólga var 6,9% í október sé miðað
við meðaltal ólíkra mælikvarða og jókst frá því í júlí
(mynd V-2). Af þeim fimm mælikvörðum á undir liggjandi
verðbólgu sem horft er til er kjarnaverðbólga sá eini sem
hefur minnkað undanfarið en sá mælikvarði horfir m.a.
fram hjá áhrifum verðbreytinga á eldsneyti og sveiflu-
kenndum matvöruliðum. Undirliggjandi verðbólga hefur
hins vegar haldið áfram að aukast á aðra mælikvarða.
Verðbólga er því sem fyrr á afar breiðum grunni og tals-
verður undirliggjandi verðbólguþrýstingur er fyrir hendi.
Þetta sést einnig á mynd V-3 sem sýnir að yfir helmingur
undirliða vísitölu neysluverðs hafði hækkað um meira en
Verðbólga á ýmsa mælikvarða
Janúar 2016 - október 2022
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
VNV
VNV án húsnæðis
12 mánaða breyting (%)
Mynd V-1
Samræmd vísitala neysluverðs
Verðbólgumarkmið
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
202120202019201820172016 2022
Mæld og undirliggjandi verðbólga1
Janúar 2016 - október 2022
1. Undirliggjandi verðbólga er mæld með kjarnavísitölu (áhrif óbeinna skatta, sveiflu-
kenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána
eru undanskilin) og tölfræðilegum mælikvörðum (vegið miðgildi, klippt meðaltal, kvikt
þáttalíkan og sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs).
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
VNV
Meðaltal mælikvarða
á undirliggjandi verðbólgu
12 mánaða breyting (%)
Mynd V-2
2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Verðbólgumarkmið
Bil hæsta og lægsta mats á
undirliggjandi verðbólgu
0
2
4
6
8
10
12