Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 36
PENINGAMÁL 2022 / 4 36
Spenna á vinnumarkaði sem fjarar út á spátímanum
Enn er töluverð spenna á vinnumarkaði þótt vísbendingar
séu um að hún fari minnkandi. Grunnspáin gerir ráð fyrir
að heildarvinnustundum fjölgi um rúmlega 5% í ár en að
hægja muni á fjölgun þeirra á næstu árum. Talið er að
atvinnuleysi samkvæmt VMK verði 3,8% í ár en að það
þokist upp í 4,3% undir lok spátímans (mynd IV-6). Það
segir þó aðeins hluta sögunnar því að einnig mun draga
úr spennu á vinnumarkaði vegna hjöðnunar jafnvægis-
atvinnuleysis á spátímanum. Horfur fyrir skráð atvinnu-
leysi eru áþekkar en búist er við að það minnki lítillega á
næsta ári og verði heldur minna eða 3,9% í lok spátímans.
Vísbendingar um nýtingu
framleiðsluþátta
Horfur á hóflegum framleiðnivexti á spátímanum
Sé miðað við verga landsframleiðslu á vinnustund sam-
kvæmt VMK jókst framleiðni vinnuafls um 1,7% milli ára
í fyrra eftir 2% samdrátt árið áður. Horfur eru á hægari
vexti í ár en á þennan mælikvarða dróst framleiðni
saman um 2% milli ára á fyrri helmingi ársins. Sé miðað
við vinnustundir úr vinnumagni þjóðhagsreikninga er
samdrátturinn litlu minni eða 1½%. Grunnspá bankans
gerir ráð fyrir að síðari hluti ársins verði hagfelldari og að
landsframleiðsla á vinnustund samkvæmt VMK aukist
um ½% milli ársmeðaltala í ár. Þá er búist við að hún
aukist að jafnaði um 1% á ári næstu þrjú ár.
Áfram álag á framleiðsluþætti
Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum haustkönnun-
ar Gallup töldu 54% stjórnenda sig búa við skort á vinnu-
afli og stóð hlutfallið í stað milli kannana. Þá töldu 56%
stjórnenda sitt fyrirtæki eiga erfitt með að mæta óvæntri
eftirspurn sem er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun
(mynd IV-7). Er það í fyrsta sinn síðan haustið 2020 sem
hlutfallið lækkar á milli fjórðunga. NF-vísitalan, sem tekur
saman fjölda vísbendinga um nýtingu framleiðsluþátta,
bendir til þess að áfram sé töluvert álag á framleiðsluþætti
þótt lítillega hafi dregið úr því á þriðja ársfjórðungi.
Miðað við nýjustu tölur þjóðhagsreikninga er útlit
fyrir að spennan í þjóðarbúskapnum hafi reynst lítillega
minni á fyrri hluta ársins en áður var talið. Grunnspáin
gerir því ráð fyrir að framleiðsluspenna verði heldur minni
í ár en í ágústspá bankans eða 1% af framleiðslugetu í
stað 11/2%. Nú er talið að hún nái hámarki á næsta ári
og hjaðni hægar en áður var talið. Þá mun enn verða
smávægileg spenna í þjóðarbúskapnum á síðasta ári spá-
tímans (mynd IV-8). Um þetta mat ríkir töluverð óvissa en
nánar er fjallað um óvissuþætti spárinnar og fráviksdæmi
í rammagrein 1.
Atvinnuleysi 2015-20251
1. Atvinnuleysi miðað við vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) og skráð
atvinnuleysi Vinnumálastofnunar án hlutabóta (VMST). Grunnspá Seðlabankans
2022-2025. Brotalínur sýna spá PM 2022/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
VMK VMST
% af mannafla
Mynd IV-6
0
1
2
3
4
5
6
7
8
‘25‘23‘21‘19‘17‘15 ‘25‘23‘21‘19‘17‘15
Nýting framleiðsluþátta1
1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2022
1. Mælikvarðar fyrir nýtingu framleiðsluþátta byggjast á viðhorfskönnun Gallup meðal
400 stærstu fyrirtækja landsins. Vísitala nýtingar framleiðsluþátta (NF-vísitalan) er fyrsti
frumþáttur valinna vísbendinga um nýtingu framleiðsluþátta sem er skalaður til svo að
meðaltal hans er 0 og staðalfrávik 1. Ítarlegri lýsingu má finna í rammagrein 3 í PM
2018/2. Árstíðarleiðréttar tölur. Brotalínur sýna meðalhlutföll tímabilsins.
Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands.
Fyrirtæki með starfsemi
nærri eða umfram hámarks-
framleiðslugetu (v. ás)
Hlutfall fyrirtækja (%)
Mynd IV-7
0
10
20
30
40
50
60
-3
-2
-1
0
1
2
3
‘20 ‘18 ‘16 ‘14 ‘12 ‘10 ‘08 ‘06
Fyrirtæki sem búa við skort á
starfsfólki (v. ás)
NF-vísitala (h. ás)
Staðalfrávik
‘22
Framleiðsluspenna 2015-20251
1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af framleiðslugetu
Mynd IV-8
-6
-5
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
20252024202320222021202020192018201720162015