Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 36

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 36
PENINGAMÁL 2022 / 4 36 Spenna á vinnumarkaði sem fjarar út á spátímanum Enn er töluverð spenna á vinnumarkaði þótt vísbendingar séu um að hún fari minnkandi. Grunnspáin gerir ráð fyrir að heildarvinnustundum fjölgi um rúmlega 5% í ár en að hægja muni á fjölgun þeirra á næstu árum. Talið er að atvinnuleysi samkvæmt VMK verði 3,8% í ár en að það þokist upp í 4,3% undir lok spátímans (mynd IV-6). Það segir þó aðeins hluta sögunnar því að einnig mun draga úr spennu á vinnumarkaði vegna hjöðnunar jafnvægis- atvinnuleysis á spátímanum. Horfur fyrir skráð atvinnu- leysi eru áþekkar en búist er við að það minnki lítillega á næsta ári og verði heldur minna eða 3,9% í lok spátímans. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Horfur á hóflegum framleiðnivexti á spátímanum Sé miðað við verga landsframleiðslu á vinnustund sam- kvæmt VMK jókst framleiðni vinnuafls um 1,7% milli ára í fyrra eftir 2% samdrátt árið áður. Horfur eru á hægari vexti í ár en á þennan mælikvarða dróst framleiðni saman um 2% milli ára á fyrri helmingi ársins. Sé miðað við vinnustundir úr vinnumagni þjóðhagsreikninga er samdrátturinn litlu minni eða 1½%. Grunnspá bankans gerir ráð fyrir að síðari hluti ársins verði hagfelldari og að landsframleiðsla á vinnustund samkvæmt VMK aukist um ½% milli ársmeðaltala í ár. Þá er búist við að hún aukist að jafnaði um 1% á ári næstu þrjú ár. Áfram álag á framleiðsluþætti Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum haustkönnun- ar Gallup töldu 54% stjórnenda sig búa við skort á vinnu- afli og stóð hlutfallið í stað milli kannana. Þá töldu 56% stjórnenda sitt fyrirtæki eiga erfitt með að mæta óvæntri eftirspurn sem er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun (mynd IV-7). Er það í fyrsta sinn síðan haustið 2020 sem hlutfallið lækkar á milli fjórðunga. NF-vísitalan, sem tekur saman fjölda vísbendinga um nýtingu framleiðsluþátta, bendir til þess að áfram sé töluvert álag á framleiðsluþætti þótt lítillega hafi dregið úr því á þriðja ársfjórðungi. Miðað við nýjustu tölur þjóðhagsreikninga er útlit fyrir að spennan í þjóðarbúskapnum hafi reynst lítillega minni á fyrri hluta ársins en áður var talið. Grunnspáin gerir því ráð fyrir að framleiðsluspenna verði heldur minni í ár en í ágústspá bankans eða 1% af framleiðslugetu í stað 11/2%. Nú er talið að hún nái hámarki á næsta ári og hjaðni hægar en áður var talið. Þá mun enn verða smávægileg spenna í þjóðarbúskapnum á síðasta ári spá- tímans (mynd IV-8). Um þetta mat ríkir töluverð óvissa en nánar er fjallað um óvissuþætti spárinnar og fráviksdæmi í rammagrein 1. Atvinnuleysi 2015-20251 1. Atvinnuleysi miðað við vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar án hlutabóta (VMST). Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalínur sýna spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. VMK VMST % af mannafla Mynd IV-6 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘25‘23‘21‘19‘17‘15 ‘25‘23‘21‘19‘17‘15 Nýting framleiðsluþátta1 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2022 1. Mælikvarðar fyrir nýtingu framleiðsluþátta byggjast á viðhorfskönnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Vísitala nýtingar framleiðsluþátta (NF-vísitalan) er fyrsti frumþáttur valinna vísbendinga um nýtingu framleiðsluþátta sem er skalaður til svo að meðaltal hans er 0 og staðalfrávik 1. Ítarlegri lýsingu má finna í rammagrein 3 í PM 2018/2. Árstíðarleiðréttar tölur. Brotalínur sýna meðalhlutföll tímabilsins. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Fyrirtæki með starfsemi nærri eða umfram hámarks- framleiðslugetu (v. ás) Hlutfall fyrirtækja (%) Mynd IV-7 0 10 20 30 40 50 60 -3 -2 -1 0 1 2 3 ‘20 ‘18 ‘16 ‘14 ‘12 ‘10 ‘08 ‘06 Fyrirtæki sem búa við skort á starfsfólki (v. ás) NF-vísitala (h. ás) Staðalfrávik ‘22 Framleiðsluspenna 2015-20251 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-8 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 20252024202320222021202020192018201720162015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.