Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 30
PENINGAMÁL 2022 / 4 30
Eins og í ágúst er talið að um 1,7 milljónir erlendra
ferðamanna komi hingað til lands í ár og rúmlega 1,9
milljónir á því næsta (mynd III-16). Gert er ráð fyrir
áframhaldandi fjölgun ferðamanna á spátímanum og að
þeir verði orðnir fleiri en 2 milljónir árið 2024. Þetta mat
er þó háð töluverðri óvissu, ekki síst á næsta ári vegna
orkukreppunnar í Evrópu og áhrifa hennar á ferðavilja
og -getu Evrópubúa. Líkt og fjallað er um í rammagrein
1 gæti fjöldi ferðamanna orðið minni og áætlanir flugfé-
laga breyst dýpki orkukreppan enn frekar. Á hinn bóginn
gæti ferðamönnum einnig fjölgað hraðar en gert er ráð
fyrir ef ferðavilji verður áfram mikill og áhrif minni kaup-
máttar því minni en áætlað er.
Þrátt fyrir óbreytt mat á fjölda ferðamanna til lands-
ins eru horfur á meiri vexti þjónustuútflutnings í ár eða
46% í stað tæplega 41% í ágúst. Það skýrist af meiri vexti
þjónustuútflutnings á fyrri helmingi ársins og horfum á
meiri vexti samgangna og flutninga á seinni helmingi
ársins. Vegna grunnáhrifa er vöxturinn nokkru minni á
næsta ári eða rúmlega 8% í stað 13% í ágústspánni.
Minni vöxtur vöruútflutnings á fyrri hluta ársins
vegna endurskoðunar á áður birtum tölum …
Vöruútflutningur dróst saman um 0,1% milli fjórðunga
á öðrum fjórðungi ársins (mynd III-14). Á fyrri helmingi
ársins nam ársaukningin 0,4% en í ágúst var gert ráð
fyrir 1,8% vexti. Muninn má að miklu leyti rekja til
endurskoðunar á áður birtum tölum fyrir fyrri helming
síðasta árs en einnig var fyrsti ársfjórðungur í ár endur-
skoðaður niður á við.
Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 2,3%
milli ára á fyrri hluta ársins, einkum vegna minni afla-
heimilda þorsks og samdráttar í öðrum botnfisks afurðum.
Á móti vó hins vegar aukning í útflutningi loðnu og síldar.
Útflutningur áls jókst um 3% milli ára og útflutningur
kísil afurða jókst einnig en á móti vó samdráttur í útflutn-
ingi eldisafurða, einkum vegna veiru sýkingar sem upp
kom á öðrum ársfjórðungi.
… en svipaðar horfur á seinni hluta ársins og á næsta
ári
Horfur um vöruútflutning á seinni hluta ársins eru áþekk-
ar því sem spáð var í ágúst. Gert er ráð fyrir hóflegum
vexti útflutnings sjávarafurða en þar vegur sögulega stór
loðnukvóti á síðustu vertíð þungt en á móti kemur minni
útflutningur á þorski. Mikill vöxtur útflutnings álafurða
á þriðja fjórðungi ársins gerir það hins vegar að verkum
að útflutningur álafurða verður meiri á árinu en áður var
spáð. Vöxtur annars vöruútflutnings er hins vegar minni
sem má einkum rekja til leiðréttingar á áður birtum tölum
fyrir síðasta ár og fyrri helming þessa árs. Áætlað er því
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll
2018-20221
1. Uppsafnaður fjöldi hvers árs. Punkturinn sýnir heildarfjölda 2022 samkvæmt
grunnspá Seðlabankans.
Heimildir: Ferðamálastofa, Isavia, Seðlabanki Íslands.
2018 2020
Uppsafnaður fjöldi (milljónir)
Mynd III-16
2019 2021 2022
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
DesNóvOktSepÁgúJúlJúnMaíAprMarFebJan