Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 30

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 30
PENINGAMÁL 2022 / 4 30 Eins og í ágúst er talið að um 1,7 milljónir erlendra ferðamanna komi hingað til lands í ár og rúmlega 1,9 milljónir á því næsta (mynd III-16). Gert er ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á spátímanum og að þeir verði orðnir fleiri en 2 milljónir árið 2024. Þetta mat er þó háð töluverðri óvissu, ekki síst á næsta ári vegna orkukreppunnar í Evrópu og áhrifa hennar á ferðavilja og -getu Evrópubúa. Líkt og fjallað er um í rammagrein 1 gæti fjöldi ferðamanna orðið minni og áætlanir flugfé- laga breyst dýpki orkukreppan enn frekar. Á hinn bóginn gæti ferðamönnum einnig fjölgað hraðar en gert er ráð fyrir ef ferðavilji verður áfram mikill og áhrif minni kaup- máttar því minni en áætlað er. Þrátt fyrir óbreytt mat á fjölda ferðamanna til lands- ins eru horfur á meiri vexti þjónustuútflutnings í ár eða 46% í stað tæplega 41% í ágúst. Það skýrist af meiri vexti þjónustuútflutnings á fyrri helmingi ársins og horfum á meiri vexti samgangna og flutninga á seinni helmingi ársins. Vegna grunnáhrifa er vöxturinn nokkru minni á næsta ári eða rúmlega 8% í stað 13% í ágústspánni. Minni vöxtur vöruútflutnings á fyrri hluta ársins vegna endurskoðunar á áður birtum tölum … Vöruútflutningur dróst saman um 0,1% milli fjórðunga á öðrum fjórðungi ársins (mynd III-14). Á fyrri helmingi ársins nam ársaukningin 0,4% en í ágúst var gert ráð fyrir 1,8% vexti. Muninn má að miklu leyti rekja til endurskoðunar á áður birtum tölum fyrir fyrri helming síðasta árs en einnig var fyrsti ársfjórðungur í ár endur- skoðaður niður á við. Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 2,3% milli ára á fyrri hluta ársins, einkum vegna minni afla- heimilda þorsks og samdráttar í öðrum botnfisks afurðum. Á móti vó hins vegar aukning í útflutningi loðnu og síldar. Útflutningur áls jókst um 3% milli ára og útflutningur kísil afurða jókst einnig en á móti vó samdráttur í útflutn- ingi eldisafurða, einkum vegna veiru sýkingar sem upp kom á öðrum ársfjórðungi. … en svipaðar horfur á seinni hluta ársins og á næsta ári Horfur um vöruútflutning á seinni hluta ársins eru áþekk- ar því sem spáð var í ágúst. Gert er ráð fyrir hóflegum vexti útflutnings sjávarafurða en þar vegur sögulega stór loðnukvóti á síðustu vertíð þungt en á móti kemur minni útflutningur á þorski. Mikill vöxtur útflutnings álafurða á þriðja fjórðungi ársins gerir það hins vegar að verkum að útflutningur álafurða verður meiri á árinu en áður var spáð. Vöxtur annars vöruútflutnings er hins vegar minni sem má einkum rekja til leiðréttingar á áður birtum tölum fyrir síðasta ár og fyrri helming þessa árs. Áætlað er því Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll 2018-20221 1. Uppsafnaður fjöldi hvers árs. Punkturinn sýnir heildarfjölda 2022 samkvæmt grunnspá Seðlabankans. Heimildir: Ferðamálastofa, Isavia, Seðlabanki Íslands. 2018 2020 Uppsafnaður fjöldi (milljónir) Mynd III-16 2019 2021 2022 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 DesNóvOktSepÁgúJúlJúnMaíAprMarFebJan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.