Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 60
PENINGAMÁL 2022 / 4 60
Breytingar á tekjuhlið fyrir árið 2023
Tekjur ríkissjóðs samkvæmt frumvarpinu á næsta ári verða
1.117 ma.kr. og eru nánast óbreyttar frá fjármálaáætluninni.
Nokkrar breytingar eru þó á einstaka undirliðum en þær vega
að mestu upp hvor á móti annarri. Stærsta breytingin er í
áætluðum veltusköttum sem eru 4,6 ma.kr. meiri í frumvarp-
inu en í fjármálaáætlun á meðan tekjuskattar munu skila 3,2
ma.kr. minni tekjum.
Eins og sést á mynd 1 munu tekjur á næsta ári aukast
um nærri 87 ma.kr. frá áætluðum tekjum árins í ár. Bróðurpart
aukningarinnar má rekja til aukinna efnahagsumsvifa og
áhrifum á skatttekjur ríkissjóðs.
Breytingar á gjaldahlið fyrir árið 2023
Á næsta ári hækka útgjöld um tæpa 68 ma.kr. frá fjárlögum
2022 og verða 1.206 ma.kr. Til hækkunar koma áhrif af launa-
og verðlagsbótum og bundin útgjöld, m.a. vegna fjölgunar
öryrkja og aldraðra og vaxtakostnaðar, til viðbótar við aukið
svigrúm vegna nýrra verkefna. Tímabundin framlög, einkum
vegna kórónuveirufaraldursins, falla hins vegar niður auk þess
sem aðhaldsmarkmiðum er ætlað að draga úr útgjöldum.
Miklar breytingar á efnahagsþróuninni hafa verið á
árinu 2022 sem hafa áhrif á útgjöld ríkissjóðs á árinu. Þannig
er áætlað að útgjöld ársins verði 34 ma.kr. meiri en fjárlög
ársins kváðu á um en þar munar mestu um vaxtagjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu aukast útgjöld um tæpa 34
ma.kr. á næsta ári frá áætluðum heildargjöldum árið 2022 en
eins og mynd 2 sýnir þá koma minni vaxtagjöld að hluta á
móti auknum rekstrargjöldum á árinu.
Minni halli í ár en búist var við í fjármálaáætlun
Í fjármálaáætlun sem samþykkt var sl. sumar var áætlað að
afkoma ríkissjóðs yrði neikvæð um tæplega 158 ma.kr. í ár
en í uppfærðri áætlun fyrir árið er gert ráð fyrir 142 ma.kr.
halla. Munurinn skýrist af því að áætlað er að skatttekjur
og arðgreiðslur verði meiri á árinu. Á móti þessu vegur að
vaxtagjöld og launakostnaður eru meiri í nýrri áætlun en
að saman lögðu verður halli á frumjöfnuði rúmum 25 ma.kr.
minni en í fjármálaáætlun og heildarjöfnuður tæpum 16
ma.kr. minni.
Halli ríkissjóðs minni en viðmið fjármálastefnunnar
Tekjujöfnuður fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2023 er nei-
kvæður um 89 ma.kr. sem er 6,5 ma.kr. meiri halli en áætlað
var í fjármálaáætlun í sumar. Líkt og fyrir árið 2022 má helst
rekja breytinguna til hærri vaxtagjalda og launakostnaðar.
Líkt og á síðustu árum vegur vaxtajöfnuður þungt í
afkomu ríkissjóðs en hann er neikvæður um 63,6 ma.kr. í
frumvarpinu. Halli á frumjöfnuði verður um 25,4 ma.kr. á
Breyting tekna frá áætlun 2022
Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023, fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Ma.kr.
Mynd 1
980
1.000
1.020
1.040
1.060
1.080
1.100
1.120
1.140
Heildar-
tekjur
2023
AnnaðEigna-
tekjur
Trygg.-
gjöld
Áhrif
skatt-
stofna
Skatta-
breyt.
Áætlaðar
heildar-
tekjur
2022
1.030,6
23,9
57,1
8,8 -8,2 5,1
1.117,2
Breyting útgjalda fjárlaga frá áætlun 2022
Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023.
Ma.kr.
Mynd 2
1.150
1.160
1.170
1.180
1.190
1.200
1.210
Heildar-
gjöld
fjárlög
2023
Önnur
rekstrargj.,
m.a. vegna
tilfærslna
VaxtagjöldFjárfestingLaun og
kaup á
vöru og
þjónustu
Áætluð
heildar-
úgjöld
2022
1.172
27,0
0,7
-15,4
21,6
1.206