Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 15

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 15
PENINGAMÁL 2022 / 4 15 gasi fari hækkandi í vetur og að það muni haldast hátt á næstu árum (mynd I-19). Annað hrávöruverð lækkaði á ný í sumar Verð á annarri hrávöru en orkugjöfum hækkaði einnig mikið í kjölfar þess að stríðsátökin hófust, enda Rússland og Úkraína mikilvægir framleiðendur á margs konar hrá- vöru s.s. málmum, landbúnaðarafurðum og áburði (sjá nánar í rammagrein 2 í Peningamálum 2022/2). Verð - hækkunin gekk hins vegar til baka í sumar í takt við vax andi áhyggjur af lakari horfum í heimsbúskapnum (myndir I-16 og I-20). Lækkaði verð á málmum mest og er það nú um fjórðungi lægra en fyrir innrásina í Úkraínu. Verð á landbúnaðarafurðum lækkaði einnig í sumar vegna væntinga um meiri uppskeru en áður var búist við. Til viðbótar jókst útflutningur á korni og öðrum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu eftir að samkomulag náðist við Rússa um heimild til flutninga um Svartahaf á ný. Þá hafa framboðshnökrar haldið áfram að hjaðna að undanförnu og flutningskostnaður lækkað eftir mikla hækkun í fyrra (mynd I-21). Framboðshnökrar eru þó enn meiri og flutningskostnaður og hrávöruverð utan orkugjafa hærra en fyrir heimsfaraldurinn, einkum verð á áburði. Útlit er fyrir að meðalverð á annarri hrávöru en orkugjöfum hækki um 10,4% milli ára í ár en í ágústspá bankans var gert ráð fyrir 12,1% hækkun. Nú er einnig talið að það muni lækka meira á næsta ári eða um ríflega 8% í stað tæplega 7% í ágústspánni. Útlit fyrir meiri bata viðskiptakjara í ár en horfur á meiri rýrnun á næsta ári Viðskiptakjör vöru og þjónustu bötnuðu um 7,5% milli ára á fyrri helmingi ársins líkt og spáð var í ágúst (mynd I-16). Batinn skýrist að miklu leyti af áframhaldandi hækkun á verði ál- og sjávarafurða. Einnig hækkaði verð á öðrum vöruútflutningi töluvert milli ára, einkum kísil- afurðir og eldisfiskur. Útflutningsverðlag hækkaði um 24% milli ára á fyrri árshelmingi. Á móti vó hins vegar ríflega 15% hækkun innflutningsverðlags. Horfur á hagstæðara verði sjávarafurða gera það að verkum að nú er gert ráð fyrir meiri viðskiptakjarabata á seinni helmingi ársins en búist var við í ágúst. Talið er að viðskiptakjör batni um 2,3% í ár í stað 1,9% eins og spáð var í ágúst (mynd I-22). Kemur sá bati í kjölfar 3,6% bata í fyrra. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað. Nú er gert ráð fyrir að viðskiptakjör versni um 4,1% á árinu sem er tvöfalt meiri rýrnun en spáð var í ágúst. Þar vegur þungt að horfur eru á meiri lækkun á útflutningsverði ál- og sjávarafurða eins og fjallað var um fyrr í kaflanum. Einnig er útlit fyrir meiri hækkun innflutningsverðlags vegna verri alþjóðlegra verðbólguhorfa. Alþjóðlegt hrávöruverð1 Janúar 2020 - október 2022 1. Landbúnaðarafurðir skiptast í matvæli (62%), drykkjarvörur (13%) og hráefni (25%). Heimild: Alþjóðabankinn. Hrávara án orkugjafa Landbúnaðarafurðir Málmar Áburður Vísitala, janúar 2020 = 100 Mynd I-20 50 100 150 200 250 300 350 400 20222020 2021 Vísbendingar um framboðshnökra1 Janúar 2018 - nóvember 2022 1. Mælikvarðinn á álag framleiðslukeðja (GSCPI) tekur saman áhrif 27 mismunandi mælikvarða á flutningskostnaði og afhendingartíma þar sem búið er að hreinsa út eftirspurnaráhrif. Verðvísitala gámaflutninga er Freightos Global Container Index. Gögn til og með 18. nóvember 2022. Heimild: Refinitiv Datastream. Álag á framleiðslukeðjur (v. ás) Verð á gámaflutningum (h. ás) Staðalfrávik frá meðaltali Mynd I-21 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 0 100 200 300 400 500 600 700 800 20222021202020192018 Vísitala, 2020 = 100 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2015-2025¹ 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-22 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 20252024202320222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.