Peningamál - 23.11.2022, Side 15

Peningamál - 23.11.2022, Side 15
PENINGAMÁL 2022 / 4 15 gasi fari hækkandi í vetur og að það muni haldast hátt á næstu árum (mynd I-19). Annað hrávöruverð lækkaði á ný í sumar Verð á annarri hrávöru en orkugjöfum hækkaði einnig mikið í kjölfar þess að stríðsátökin hófust, enda Rússland og Úkraína mikilvægir framleiðendur á margs konar hrá- vöru s.s. málmum, landbúnaðarafurðum og áburði (sjá nánar í rammagrein 2 í Peningamálum 2022/2). Verð - hækkunin gekk hins vegar til baka í sumar í takt við vax andi áhyggjur af lakari horfum í heimsbúskapnum (myndir I-16 og I-20). Lækkaði verð á málmum mest og er það nú um fjórðungi lægra en fyrir innrásina í Úkraínu. Verð á landbúnaðarafurðum lækkaði einnig í sumar vegna væntinga um meiri uppskeru en áður var búist við. Til viðbótar jókst útflutningur á korni og öðrum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu eftir að samkomulag náðist við Rússa um heimild til flutninga um Svartahaf á ný. Þá hafa framboðshnökrar haldið áfram að hjaðna að undanförnu og flutningskostnaður lækkað eftir mikla hækkun í fyrra (mynd I-21). Framboðshnökrar eru þó enn meiri og flutningskostnaður og hrávöruverð utan orkugjafa hærra en fyrir heimsfaraldurinn, einkum verð á áburði. Útlit er fyrir að meðalverð á annarri hrávöru en orkugjöfum hækki um 10,4% milli ára í ár en í ágústspá bankans var gert ráð fyrir 12,1% hækkun. Nú er einnig talið að það muni lækka meira á næsta ári eða um ríflega 8% í stað tæplega 7% í ágústspánni. Útlit fyrir meiri bata viðskiptakjara í ár en horfur á meiri rýrnun á næsta ári Viðskiptakjör vöru og þjónustu bötnuðu um 7,5% milli ára á fyrri helmingi ársins líkt og spáð var í ágúst (mynd I-16). Batinn skýrist að miklu leyti af áframhaldandi hækkun á verði ál- og sjávarafurða. Einnig hækkaði verð á öðrum vöruútflutningi töluvert milli ára, einkum kísil- afurðir og eldisfiskur. Útflutningsverðlag hækkaði um 24% milli ára á fyrri árshelmingi. Á móti vó hins vegar ríflega 15% hækkun innflutningsverðlags. Horfur á hagstæðara verði sjávarafurða gera það að verkum að nú er gert ráð fyrir meiri viðskiptakjarabata á seinni helmingi ársins en búist var við í ágúst. Talið er að viðskiptakjör batni um 2,3% í ár í stað 1,9% eins og spáð var í ágúst (mynd I-22). Kemur sá bati í kjölfar 3,6% bata í fyrra. Horfur fyrir næsta ár hafa hins vegar versnað. Nú er gert ráð fyrir að viðskiptakjör versni um 4,1% á árinu sem er tvöfalt meiri rýrnun en spáð var í ágúst. Þar vegur þungt að horfur eru á meiri lækkun á útflutningsverði ál- og sjávarafurða eins og fjallað var um fyrr í kaflanum. Einnig er útlit fyrir meiri hækkun innflutningsverðlags vegna verri alþjóðlegra verðbólguhorfa. Alþjóðlegt hrávöruverð1 Janúar 2020 - október 2022 1. Landbúnaðarafurðir skiptast í matvæli (62%), drykkjarvörur (13%) og hráefni (25%). Heimild: Alþjóðabankinn. Hrávara án orkugjafa Landbúnaðarafurðir Málmar Áburður Vísitala, janúar 2020 = 100 Mynd I-20 50 100 150 200 250 300 350 400 20222020 2021 Vísbendingar um framboðshnökra1 Janúar 2018 - nóvember 2022 1. Mælikvarðinn á álag framleiðslukeðja (GSCPI) tekur saman áhrif 27 mismunandi mælikvarða á flutningskostnaði og afhendingartíma þar sem búið er að hreinsa út eftirspurnaráhrif. Verðvísitala gámaflutninga er Freightos Global Container Index. Gögn til og með 18. nóvember 2022. Heimild: Refinitiv Datastream. Álag á framleiðslukeðjur (v. ás) Verð á gámaflutningum (h. ás) Staðalfrávik frá meðaltali Mynd I-21 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 0 100 200 300 400 500 600 700 800 20222021202020192018 Vísitala, 2020 = 100 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2015-2025¹ 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-22 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 20252024202320222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.