Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 44
PENINGAMÁL 2022 / 4 44
Til að kanna möguleg áhrif þessa er notast við
DYNIMO-líkan Seðlabankans. Gert er ráð fyrir að nafnlaun
hækki liðlega 5 prósentum meira á næsta ári í þeirri viðleitni
að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi
ársins, áður en verð bólgan tók að grafa undan kaupmætti
(mynd 4a). Það felur í sér að laun hækka um 11% milli
ársmeðaltala á næsta ári í stað um 6% í grunnspánni og
samtals um tæplega 24% á næstu þremur árum í stað 18%
sam kvæmt grunnspánni. Jaðar kostnaður fyrirtækja hækkar
því töluvert meira en í grunn spánni og þau bregðast bæði
við með því að ganga á hagn aðarhlutdeild sína og hagræða í
rekstri, m.a. með því að stytta vinnutíma starfsfólks eða með
uppsögnum. Það dugar þó ekki til samkvæmt líkaninu og því
bregðast þau einnig við með því að hækka afurðaverð sitt.
Eins og sést á mynd 4b fjölgar heildarvinnustundum
um 2½ prósentu minna á næsta ári en samkvæmt grunn-
spánni og samtals eru þær 3% færri í lok spátímans. Lakari
atvinnu horfur vega á móti meiri hækkun nafnlauna og við
bætast neikvæð áhrif hærri vaxta og aukinnar verðbólgu (sjá
hér á eftir). Einkaneysla vex því hægar á öllum spátímanum
og er ¾% minni en í grunnspánni í lok hans (mynd 4c). Hærri
vextir hægja einnig á fjármunamyndun og þrýsta upp gengi
Fráviksdæmi: Kjarasamningar fela í sér meiri launahækkanir en í grunnspá
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Frávik frá grunnspá (prósentur)
Mynd 4
Mynd 4a Nafnlaun Mynd 4b Heildarvinnustundir Mynd 4c Einkaneysla
-1
0
1
2
3
4
5
6
202520242023
Frávik frá grunnspá (prósentur)
-3,0
-2,5
-2,0
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
202520242023
Frávik frá grunnspá (prósentur)
-0,3
-0,2
-0,1
0,0
202520242023
Frávik frá grunnspá (prósentur)
Mynd 4d Hagvöxtur Mynd 4e Verðbólga Mynd 4f Meginvextir
-2,0
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
202520242023
Frávik frá grunnspá (prósentur)
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
202520242023
Frávik frá grunnspá (prósentur)
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
202520242023