Peningamál - 23.11.2022, Page 20

Peningamál - 23.11.2022, Page 20
PENINGAMÁL 2022 / 4 20 í sögulegu samhengi (sjá kafla III). Vaxtagjöld heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur hafa þó hækkað frá því í fyrra eftir mikla lækkun í kjölfar lækkunar vaxta í heims- faraldrinum (mynd II-11). Vaxtagjöldin eru þó enn undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla hækkun vaxta í ár enda hafa ráðstöfunartekjur hækkað umtalsvert. Hækkun meginvaxta Seðlabankans hefur í megin- atriðum miðlast út í vaxtakjör heimila og hefur vaxtaálag á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum haldist nokkuð stöðugt miðað við þá innlánsvexti sem standa heim- ilum til boða (mynd II-12). Þar hefur líklega áhrif að samkeppni um innlán heimila hefur aukist enda fylgdi markaðsfjármögnun bankanna ekki að fullu eftir mikilli útlánaaukningu síðustu ára. Áhrifa vaxtahækkana á greiðslu byrði skuldugra heimila gætir einnig fyrr nú en áður þar sem liðlega fjórðungur íbúðalána ber breytilega óverðtryggða vexti og óverðtryggð lán á föstum vöxt- um eru að stærstum hluta með fasta vexti til einungis þriggja ára. Greiðslubyrði lántakenda sem festu vexti á fasteignalánum þegar vextir voru í sögulegu lágmarki mun því að öðru óbreyttu aukast þegar tímabil fastra vaxta rennur út. Á sama tíma hefur hlutur verðtryggðra íbúðalána af nýjum lánum aukist þótt verðtryggðir vextir hafi einnig hækkað frá fyrri hluta árs í takt við almennt hækkandi raunvexti. … og svipaða þróun má sjá hjá fyrirtækjum Staða fyrirtækja hefur batnað á árinu og voru efnahags- umsvif kröftug á fyrri hluta ársins. Þá hafa útflutnings- vörur hækkað talsvert í verði og ferðaþjónustan tekið við sér. Skuldir fyrirtækja hafa ekki aukist sem hlutfall af landsframleiðslu þrátt fyrir aukinn vöxt útlána á árinu (mynd II-10). Útlánatöp bankanna vegna fyrirtækja- lána hafa auk þess verið minni en gert var ráð fyrir í upphafi faraldursins og lítið er um vanskil. Vextir á nýjum fyrirtækjalánum hafa þó hækkað töluvert sam- hliða hækkun meginvaxta og vaxtaálag miðað við þá innlánsvexti sem þeim bjóðast hefur heldur aukist frá því í fyrra. Vaxtahækkanir frá síðasta ári hafa þrengt að lausafjárstöðu viðskiptabankanna og aðstæður þeirra til fjármögnunar á alþjóðamörkuðum hafa verið krefjandi. Aðgengi fyrirtækja að lánsfé á komandi mánuðum verð- ur líklega að hluta til háð því að liðka taki um fjármögn- un bankanna. Þá er óvíst um áhrif aukinnar óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur en eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfjármögnun virtist dragast verulega saman þegar mikil óvissa var vegna heimsfaraldursins. Vaxtagjöld heimila vegna íbúðalána 2003-20221 1. Vaxtagjöld fyrir árið 2022 eru áætluð út frá vöxtum og stofni íbúðlána til heimila. Ráðstöfunartekjur fyrir árið 2022 byggjast á grunnspá Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af ráðstöfunartekjum Mynd II-11 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05‘03 Vaxtaálag á útlánum1 Mars 2015 - september 2022 1. Mismunur á vegnum meðalvöxtum á óverðtryggðum útlánum stóru viðskipta- bankanna þriggja og meginvöxtum Seðlabankans annars vegar og vegnum meðalvöxtum á nýjum innlánum hins vegar. Þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Seðlabanki Íslands. Miðað við innlánsvexti Miðað við meginvexti Prósentur Mynd II-12 0 1 2 3 4 5 6 7 Ný húsnæðislán Ný fyrirtækjalán ‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21 ‘22 ‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21 ‘22

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.