Peningamál - 23.11.2022, Page 47

Peningamál - 23.11.2022, Page 47
PENINGAMÁL 2022 / 4 47 að samdráttur yrði í fjölda Evrópuríkja. Á sama tíma myndu verðbólguhorfur í Evrópu versna enn frekar: verðbólga gæti orðið 1½ prósentu meiri á næsta ári og ½ prósentu meiri árið 2024. … sem hefði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á innlenda efnahagsþróun Notast er við QMM-líkan Seðlabankans til að leggja mat á möguleg áhrif ofangreindrar sviðsmyndar á innlendar efna- hagshorfur. Áætlað er að hagvöxtur í helstu viðskipta löndum Íslands verði að meðaltali um 1 prósentu minni en í grunn- spánni á næsta ári og ½ prósentu minni árið 2024. Talið er að innflutningur frá þessum löndum minnki með svipuðum hætti. Að sama skapi er gert ráð fyrir að verð bólga í helstu viðskiptalöndum verði 1¼ prósentu meiri á næsta ári og ½ prósentu meiri árið 2024. Þá er gert ráð fyrir auknum trufl- unum á alþjóðlegum framleiðslukeðjum og að hrávöruverð í heild verði 11½% hærra á næsta ári en í grunnspánni. Áhrifin fjara síðan smám saman út og hrá vöruverð verður orðið það sama og í grunnspánni í lok spá tímans. Útflutningsverð helstu viðskiptalanda hækkar því 1½ prósentu meira en í grunnspánni á næsta ári og tæplega 1 prósentu meira árið 2024. Þessu til viðbótar er talið að álverð hækki svipað og annað hrávöruverð en að verð á sjávarafurðum lækki í samræmi við lakari efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum. Meiri samdráttur á kaupmætti evrópskra heimila og aukinn varúðarsparnaður þeirra gerir það auk þess að verkum að færri ferðamenn koma hingað til lands og eftirspurn eftir ál- og sjávarafurðum gefur eftir. Þá hækkar áhættuálag á innlendar fjáreignir eins og erlendis. Eins og sést á mynd 9a hefði þetta í för með sér að innflutningsverð myndi hækka um 3 prósentum meira í ár en samkvæmt grunnspánni og 1½ prósentu meira árið 2024. Þar fer saman meiri hækkun útflutningsverðs helstu viðskipta- landa og lægra gengi krónunnar sem er orðið ríflega 3% lægra en í grunnspá í lok spátímans. Hægari efnahagsumsvif í helstu viðskiptalöndum og efnahagssamdráttur í Evrópu gera það að verkum að út - flutningur frá Íslandi vex um 3½ prósentu minna á næsta ári en í grunnspánni en árin tvö á eftir snýst það að hluta við (mynd 9b). Aukin óvissa um efnahagshorfur og kaupmáttarrýrnun vegna hækkunar á verði innfluttrar vöru og þjónustu gera það að verkum að innlend heimili hægja á einkaneysluútgjöldum. Við bætast áhrif hærra vaxtastigs innanlands (sjá hér á eftir). Einkaneysla vex því um ½ prósentu minna á ári á næsta ári og er hún orðin um 1% minni en í grunnspá í lok spátímans (mynd 9c). Við bætast áhrif hægari vaxtar fjármunamyndunar

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.