Peningamál - 23.11.2022, Síða 51

Peningamál - 23.11.2022, Síða 51
PENINGAMÁL 2022 / 4 51 Rammagrein 2 Hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst? Verðbólguvæntingar hafa hækkað töluvert undanfarið ár. Það kemur ekki á óvart að mikil aukning verðbólgu undan- farið ýti upp væntingum um verðbólgu til skemmri tíma. Það er hins vegar öllu alvarlegra ef það verður til þess að almenningur, fyrirtæki og markaðsaðilar endurskoða væntingar sínar um verðbólgu til lengri tíma. Þá eru einnig vís bendingar um að skammtímasveiflur í verðbólgu hafi meiri áhrif á verðbólguvæntingar nú en þær hafa gert undanfarin ár. Allt þetta bendir til þess að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði Seðlabankans hafi veikst undanfarið. Í þessari rammagrein er fjallað um þessa þróun og mögulegar afleiðingar hennar. Verðbólguvæntingar hafa hækkað undanfarið samhliða hraðri aukningu verðbólgu … Eins og rakið er í kafla V hefur verðbólga aukist hratt undan- farin tvö ár: hún var við 2,5% verðbólgumarkmið Seðla- bankans um mitt ár 2020, en fór yfir 4% í byrjun síðasta árs og mældist hátt í 10% í sumar. Eins og sést á mynd 1 hefur langtíma meðaltal verðbólgu því hækkað undanfarið og nálgast það sem hún var á fyrstu árum þessarar aldar þegar nú verandi fyrirkomulag peningastefnunnar var innleitt. Eins og myndin sýnir hafa sveiflur í verðbólgu einnig farið vaxandi – en vel þekkt er að verðbólga verður jafnan sveiflukenndari eftir því sem hún er meiri.1 Verðbólguvæntingar hafa að sama skapi hækkað hratt. Þetta sést á mynd 2 sem sýnir þróun skammtíma- og lang- tímaverðbólguvæntinga frá ársbyrjun 2012.2 Skamm tíma- verð bólguvæntingar héldust tiltölulega nálægt verðbólgu- markmiðinu frá árinu 2014 eftir lækkun þeirra árin þar á undan. Þær tóku hins vegar að hækka hratt undir lok síðasta árs og voru tæplega 6% að meðaltali á þriðja ársfjórð ungi þessa árs. 1. Eins og rakið er í Alþjóðagreiðslubankinn (2022) er meginástæða þess að verðbólga er stöðugri eftir því sem hún er minni ekki endilega sú að sveiflur í verði einstakra vöruflokka verði minni. Ástæðan er fremur sú að fylgni milli breytinga á verði einstakra vöruflokka verður minni eftir því sem verðbólga er minni (þ.e. áhrif breytinga á verði einstakra vöruflokka smitast síður út í aðra vöruflokka eða út í aðra geira þjóðar- búsins). 2. Skammtímaverðbólguvæntingar miða við væntingar til eins og tveggja ára. Þær eru mældar með miðgildi verðbólguvæntinga heim- ila, fyrirtækja og markaðsaðila út frá spurningakönnunum Gallup og Seðlabankans og verðbólguálags á skuldabréfamarkaði (en það er mælt út frá vaxtamuni verðtryggðra og óverðtryggðra ríkistryggðra skuldabréfa). Langtímaverðbólguvæntingar eru metnar með sama hætti fyrir væntingar til fimm og tíu ára (auk verðbólguálagsins til fimm ára eftir fimm ár). Langtímaleitni og sveiflur í verðbólgu á Íslandi1 Janúar 1995 - september 2022 1. Myndin sýnir hreyfanlegt 5 ára meðaltal og staðalfrávik ársverðbólgu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘20‘15‘10‘05‘00‘95 5 ára meðaltal verðbólgu Staðalfrávik verðbólgu Verðbólgumarkmið Skammtíma- og langtímaverðbólguvæntingar1 1. ársfj. 2012 - 3. ársfj. 2022 1. Skammtímavæntingar er miðgildi skammtímaverðbólguvæntinga heimila, fyrirtækja og markaðsaðila og skammtímaverðbólguálags (væntingar og álag til 1 og 2 ára). Langtímavæntingar er miðgildi langtímaverðbólguvæntinga heimila, fyrirtækja og markaðsaðila og langtímaverðbólguálags (væntingar og álag til 5 og 10 ára). Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. % Mynd 2 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘222021202020192018201720162015201420132012 Skammtímaverðbólguvæntingar Langtímaverðbólguvæntingar Verðbólgumarkmið

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.