Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 33

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 33
PENINGAMÁL 2022 / 4 33 17% frá því að hún var í lágmarki á öðrum ársfjórðungi 2020 og var 2% yfir því sem hún var á síðasta ársfjórð- ungi 2019, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á (mynd III-20). Nafnvirði landsframleiðslunnar var hins vegar orðið tæplega 15% meira á öðrum fjórðungi en í lok árs 2019. Árshagvöxtur var heldur minni á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst … Landsframleiðsla jókst um 6,1% milli ára á öðrum fjórð- ungi ársins. Það er minni vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá bankans en þá var búist við að hann hafi verið 7,7%. Árshagvöxtur gaf því heldur eftir frá fyrri fjórðungi þegar hann mældist 7,6% sem endurspeglar samdrátt í fjármunamyndun og neikvætt framlag birgða- breytinga sem vó þyngra en kröftug aukning í vexti einkaneyslu og framlagi utanríkisviðskipta (mynd III-21). Hagvöxtur var 6,8% að meðaltali á fyrri hluta ársins sem er tæplega 1 prósentu minni vöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans (mynd III-22). Aukning neyslu- og fjárfestingarútgjalda var í ágætu samræmi við spána en framlag birgðabreytinga reyndist nokkru minna og því mælist vöxtur þjóðarútgjalda um 1 prósentu minni en spáð var. … en á móti eru hagvaxtarhorfur að mestu óbreyttar á seinni hluta ársins Talið er að landsframleiðsla hafi aukist um 5,2% á milli ára á þriðja ársfjórðungi og að hagvöxtur á árinu öllu verði 5,6% sem er 0,3 prósentum minni vöxtur en gert var ráð fyrir í ágúst. Þar vegast á annars vegar bjartari horfur í utanríkisviðskiptum þar sem framlag til hagvaxtar er nú talið verða jákvætt í fyrsta sinn eftir farsóttina og hins vegar hægari vöxtur þjóðarútgjalda sem fyrst og fremst endurspeglar lakari horfur um íbúðafjárfestingu. Útlit fyrir meiri hagvöxt á næsta ári en spáð var í ágúst Á næsta ári er talið að hægja muni á hagvexti. Hann hjaðnar þó hægar en spáð var í ágúst sem að mestu má rekja til bjartsýnni horfa um einkaneyslu en einnig grunn- áhrifa minni vaxtar fjárfestingar á þessu ári. Talið er að hagvöxtur verði 2,8% sem er tæplega 1 prósentu meiri vöxtur en spáð var í ágúst (mynd III-23). Eins og í ágúst er talið að hægi áfram á hagvexti er líður á spátímann og að hann verði 2½% á ári að meðal- tali á árunum 2024 og 2025. Töluverð óvissa er um þess- ar horfur og gætu þær verið of bjartsýnar ef t.d. er samið um meiri launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum en grunnspáin gerir ráð fyrir eða ef orkukreppan í Evrópu dýpkar enn frekar (sjá rammagrein 1). Hagvöxtur og framlag undirliða1 1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022 1. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og hagvaxtar vegna keðju- tengingar þjóðhagsreikninga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Utanríkisviðskipti VLF Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-21 -15 -10 -5 0 5 10 15 20222021202020192018 Fjármunamyndun Birgðabreytingar Þjóðhagsreikningar fyrri hluta 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hagstofa Íslands Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-22 0 4 8 12 16 20 24 28 VLFInnflutn.Útflutn.Þjóðar- útgj. Neysla og fjárfesting Fjár- festing Sam- neysla Einka- neysla PM 2022/3 Hagvöxtur og framlag undirliða 2015-20251 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og hagvaxtar vegna keðjutengingar þjóðhagsreikninga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Utanríkisviðskipti VLF Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-23 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 20252024202320222021202020192018201720162015 Fjármunamyndun Birgðabreytingar 20 4202420 320 220 120 020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.