Peningamál - 23.11.2022, Síða 21

Peningamál - 23.11.2022, Síða 21
PENINGAMÁL 2022 / 4 21 Eignaverð Misvægi milli framboðs og eftirspurnar hefur leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs … Líkt og víða erlendis hækkaði húsnæðisverð mikið hér á landi í kjölfar heimsfaraldursins. Lægri vextir, mikill uppsafnaður sparnaður og auknar ráðstöfunartekjur auðvelduðu fasteignakaup og jókst velta og fjölgaði kaupsamningum umtalsvert, einkum meðal fyrstu kaup- enda (mynd II-13). Íbúðum á sölu fækkaði hins vegar ört í upphafi síðasta árs og töluvert misvægi myndaðist milli framboðs og eftirspurnar. Virðist sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum fyrir faraldurinn ekki hafa annað aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Nokkuð tók að draga úr umsvifum á húsnæðis- markaði um mitt síðasta ár. Þótt hækkandi vextir drægju úr eftirspurn eftir eignum var hún áfram meiri en fram- boð sem viðhélt verðþrýstingnum. Náði árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hámarki í júlí sl. í 25,5% sem er mesta árshækkun íbúðaverðs síðan í des- ember 2005. … sem er langt umfram hækkun leiguverðs Leiguverð hefur tekið við sér það sem af er ári og mæld- ist árshækkun þess 8,4% í október (mynd II-14). Verð- hækkunin hélst að einhverju leyti í hendur við hækkun vaxta og almenns verðlags, fjölgun ferðamanna og lækkandi hlutfall fyrstu kaupenda sem er nú tæplega 5 prósentum lægra en það var hæst í fyrra. Lækkun hámarks veðsetningarhlutfalls á nýjum fasteignalánum og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar þeirra höfðu líklega einnig áhrif. Hlutfall íbúðaverðs á móti leiguverði og launum hefur því lækkað lítillega á síðustu þremur mánuðum en er þó enn vel yfir sögulegu meðaltali sínu. Samsvarandi þróun hefur átt sér stað í mörgum öðrum þróuðum ríkjum þar sem mikið fjármagn hefur leitað inn á húsnæðismarkað vegna lægri vaxta og stuðnings- aðgerða í kjölfar heimsfaraldursins (mynd II-15). Vísbendingar eru um að tekið sé að hægja á fasteignamarkaði Æ skýrari merki eru um breyttar aðstæður á fasteigna- markaði. Dregið hefur úr hækkun íbúðaverðs milli mánaða frá því í júní þótt verðið hafi enn verið 21,5% hærra í október en í sama mánuði fyrir ári (mynd II-14). Íbúðum á sölu hefur fjölgað á ný og eru þær nú ríflega tvöfalt fleiri en í apríl sl. þegar þær voru einungis um 1.000 talsins. Hlutdeild nýrra íbúða á sölu hefur einnig vaxið á undanförnum mánuðum. Eins og rakið er í kafla III hefur verið mikið um byggingarframkvæmdir og vænta má meira framboðs húsnæðis á þessu og næsta Fjöldi og velta kaupsamninga á landinu öllu1 2. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2022 1. Fjöldi og velta kaupsamninga á kaupdegi íbúða árstíðarleiðrétt af Seðlabanka Íslands en VLF af Hagstofu Íslands. Grunnspá Seðlabankans fyrir VLF á 3. ársfj. 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Seðlabanki Íslands. Velta kaupsamninga (v. ás) Fjöldi kaupsaminga (h. ás) % af VLF Mynd II-13 Fjöldi á hverja 1.000 íbúa (16-74 ára) 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 25 30 ‘20‘18‘16‘14‘12‘10‘08‘06 ‘22 Húsnæðis- og leiguverð1 Janúar 2015 - október 2022 1. Húsnæðis- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Frávik hlutfalls húsnæðis- og leiguverðs frá meðaltali 2011-2022 mælt í staðalfrávikum. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Seðlabanki Íslands. Vísitala íbúðaverðs (v. ás) Vísitala leiguverðs (v. ás) Hlutfall íbúða- og leiguverðs (h. ás) 12 mánaða breyting (%) Mynd II-14 -5 0 5 10 15 20 25 30 -1 0 1 2 3 4 5 6 Frávik frá meðaltali (staðalfrávik) 2021202020192018201720162015 2022 Húsnæðisverð í hlutfalli við leiguverð í völdum OECD-ríkjum1 1. Tölur fyrir Bretland, Ísland, Kanada, Noreg og Sviss á 3. ársfj. 2022, Nýja-Sjáland á 1. ársfj. 2022, Ástralíu á 4. ársfj. 2021 og Japan á 2. ársfj. 2021 en á 2. ársfj. 2022 í öðrum löndum. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Frávik frá meðaltali (staðalfrávik) Mynd II-15 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 Ít al ía Fi nn la nd Sp án n Sv íþ jó ð Ja pa n Po rt úg al K an ad a Br et la nd Þý sk al an d N or eg ur D an m ör k Lú xe m bo rg N ýj a- Sj ál an d Ís la nd Sv is s H ol la nd Be lg ía Fr ak kl an d Á st ra lía Ba nd ar ík in

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.