Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 4
 everyone whose rights and freedoms are violated. The Court authorita- tively interprets the Convention. It also acts as a safeguard for individuals whose rights and freedoms are not secured at the national level. 9. The jurisprudence of the Court makes clear that the States Parties enjoy a margin of appreciation in how they apply and implement the Conven- tion, depending on the circumstances of the case and the rights and free- doms engaged. This reflects that the Convention system is subsidiary to the safeguarding of human rights at national level and that national au- thorities are in principle better placed than an international court to evalu- ate local needs and conditions. The margin of appreciation goes hand in hand with supervision under the Convention system. In this respect, the role of the Court is to review whether decisions taken by national authori- ties are compatible with the Convention, having due regard to the State’s margin of appreciation. Með framangreindri viðbót við aðfaraorð að Mannréttindasátt- mála Evrópu er lagt til að skírskotað verði beint til svokallaðrar ná- lægðarreglu (e. principle of subsidiarity) sem liggur til grundvallar samspili landsréttar aðildarríkjanna og stofnanakerfis sáttmálans. Með hinum nýju aðfaraorðum er þannig áréttað það grundvallar- markmið sáttmálans að mannréttindavernd innan aðildarríkja Evrópuráðsins eigi fyrst og fremst að vera tryggð í landsrétti hvers ríkis fyrir sig. Aðkoma Mannréttindadómstóls Evrópu að úrlausn mála sé aðeins til vara. Við mat á hvort aðildarríki hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt sáttmálanum og viðaukum við hann beri dómstólnum þannig að ljá aðildarríkjunum tiltekið svig- rúm í einstökum málum (e. margin of appreciation), eins og sú regla hefur þróast í dómaframkvæmd dómstólsins. Ljóst er að nálægðarreglan og reglan um svigrúm aðildarríkjanna til mats eru ekki nýjar af nálinni. Mannréttindadómstóllinn hefur um áratugaskeið byggt á því í dómum sínum að á aðildarríkjunum hvíli frumskylda til að tryggja borgurum sínum þau mannréttindi sem sáttmálinn og viðaukarnir við hann kveða á um. Þá hafi aðildarríkin tiltekið svigrúm til mats um það hvernig að því er staðið og þá einn- ig á hvaða forsendum til greina komi að skerða mannréttindi í þágu almannahagsmuna. Mannréttindadómstólnum hefur hins vegar í störfum sínum ekki tekist nægilega vel upp í því að þróa að öllu leyti samræmda og fyrirsjáanlega dómaframkvæmd um beitingu sáttmálans og eru úrlausnir hans oft og tíðum verulega atviks- bundnar. Sú staða gerir það að verkum að lögfræðingar, lögmenn og dómarar í aðildarríkjum eiga gjarnan óhægt um vik við að draga ályktanir af henni um inntak einstakra ákvæða sáttmálans við úr- lausn mála að landsrétti. Þá skortir raunar einnig upp á að nægileg þekking sé til staðar í aðildarríkjum sáttmálans á dómaframkvæmd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.