Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 11
 2. MÖGULEIKAR TIL VERÐTRYGGINGAR ERU TÆMANDI TALDIR Í VI. KAFLA LAGA NR. 38/2001 2.1 Meginregla VI. kafla laga nr. 38/2001 Verðtrygging sparifjár og lánsfjár var fyrst heimiluð hér á landi árið 1979 með setningu laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála o.fl.6 Þó að hugtakið verðtrygging komi fyrir í lögum hefur það aldrei verið skilgreint efnislega í lagatexta og verður því að miða við að sérfræðileg merking hugtaksins falli saman við lagalega merkingu. Samkvæmt því er með verðtryggingu átt við það þegar verðgildi peninga er tengt við einhvers konar vísitölu eða gengi. Með hugtakinu verðtrygging í VI. kafla vxl. er átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Líkt og áður er rakið öðluðust vxl. gildi hér á landi hinn 1. júlí 2001. Lögin, sem leystu af hólmi vaxtalög nr. 25/1987 með síðari breytingum, fólu í sér töluverðar breytingar á sviði vaxtamála.9 Sú breyting, sem er umfjöllunarefni þessarar greinar, varðar VI. kafla vxl. sem fjallar um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Breytingin fól það í sér að við gildistöku laganna varð eini lögmæti grundvöll- ur verðtryggingar sparifjár og lánsfjár í íslenskum krónum vísitala neysluverðs, sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum, sem um vísitöluna gilda, og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna, og hlutabréfavísitala, innlend eða erlend, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi, sbr. 2. mgr. 14. gr. sömu laga. Í þessu fólst að heimildir til að binda skuldbindingar í íslensk- um krónum við gengi erlendra gjaldmiðla voru felldar niður. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 38/2001 birtist vilji löggjafans í þessum efnum með afdráttarlausum hætti. Í almennum athuga- semdum í frumvarpinu segir m.a. að þær breytingar séu gerðar á verðtryggingarkafla vaxtalaga að: „[...] heimildir til að binda skuld- bindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla eru felldar niður“.10 Þessi skilningur er ítrekaður í athugasemdum við 6 Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 13/1979 um stjórn efnahags- mála o.fl. kemur fram að hugtakið verðtrygging sé notað í víðri merkingu og eigi við um hvers konar tilvik þar sem um er að ræða að greiðsla eða fullnæging fjárkröfu er tengd breytingu á verðvísitölu og gengi gjaldeyris þegar það á við í endurlánum eða annarri við- miðun. Alþt. 1978-1979, A-deild, þskj. 453 – 230. mál, bls. 1659. 7 Sjá nánar Eyvindur G. Gunnarsson: „Um gengistryggð lán og verðtryggingu“, bls. 317- 318. 8 Sjá t.d. Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II – vanefndaúrræði. Reykjavík 2011, bls. 422. 9 Almennt um þessar breytingar vísast til greinar Eyvindar G. Gunnarssonar: „Megin- atriði laga um vexti og verðtryggingu“ í ritinu Afmælisrit Jónatans Þórmundssonar, Reykja- vík 2007, bls. 141-191. 10 Alþt. 2000-2001, A-deild, þskj. 872 – 566. mál, bls. 3677.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.