Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 14
 því var hafnað að lánveitendum hefði tekist að sýna fram á að skil- yrði ákvæðisins hefðu verið uppfyllt. Hrd. 603/2010 (Tölvu-Pósturinn). Í forsendum dómsins er vísað til þess að T hafi tekið lán sitt hjá F á árinu 2007 og á þeim tíma var farið að gæta óstöð- ugleika á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og að ári síðar hafi gengi krónunnar fallið mjög mikið. Þá kemur fram að lán T hafi verið til ríflega 40 ára og óvissu háð hvernig höfuðstóll og greiðslur kynnu að þróast á löngum tíma. Þá segir orðrétt í dóminum: „Við mat á því hvort lánskjör hafi verið sóknaraðila til hagsbóta í samanburði við annan kost sem honum stóð til boða, getur engum úrslitum ráðið hvort svo kunni að hafa verið á því tímamarki sem lánið var tekið. Svo unnt sé að slá föstu að gengisbundið lán væri til hagsbóta fyrir sóknaraðila varð að líta til þess hvað ætla mætti um það þegar upp væri staðið að lánstíma loknum. Það varð á hinn bóginn ekki gert nema með samanburði lánskjara samkvæmt leiðum, sem val stóð um, í ljósi reynslu á löngu tímabili til samræmis við lánstíma. Varnaraðili átti þess kost að afla matsgerðar til stuðnings áður- nefndri staðhæfingu sinni, en engin slík sönnunarfærsla hefur verið við- höfð í málinu. Að öllu virtu er þessi málsástæða varnaraðila haldlaus. Er fallist á með sóknaraðila að varnaraðila hafi verið óheimilt að verðtryggja lán þess fyrrnefnda með því að binda það við gengi erlendra gjaldmiðla.“ Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í máli nr. 604/2010. Í til- vitnuðum dómum er sett fram þýðingarmikil leiðbeiningarregla við skýringu á lokamálslið 2. gr. vxl. sem felur það í sér að við mat á því hvort lánskjör hafi verið lántaka til hagsbóta í samanburði við aðra kosti, sem honum stóðu til boða, geti engum úrslitum ráðið hvort svo kunni að hafa verið á því tímamarki sem lánið var tekið. Þá er auk þess vísað sérstaklega til þess að lánveitandi hafi átt þess kost að afla matsgerðar til stuðnings staðhæfingu sinni um að geng- isbundið lán væri til hagsbóta fyrir lántaka en að engin slík sönn- unarfærsla hefði verið viðhöfð í málinu. Í dómi Hæstaréttar 9. júní 2011 í máli nr. 155/2011 (Motormax) eru dregnar enn skýrari línur. Í málinu bar lánveitandi fyrir sig þessa sömu reglu lokamálsliðar 2. gr. vxl. Lánssamningurinn, sem deilt var um í málinu, var undirritaður þann 30. mars 2007 og lánstími samkvæmt samningnum var fimm ár. Hrd. 155/2011 (Motormax). Fjármálafyrirtækið L bar því fyrir sig í málinu að við gerð lánssamningsins hafi það verið til hagsbóta fyrir M að binda lánið við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessu til stuðnings lagði L fyrir Hæstarétt samantekt með samanburði á greiðslubyrði af lánum í íslenskum krónum og láni í erlendum myntum sem tekin hefðu verið 27. mars 2002 og greidd upp sama dag á árinu 2007, þremur dögum fyrir gerð lánssamnings L og M. Að gefnum nánari forsendum um vexti og afborganir var niðurstaða L sú að heildargreiðslur af láni í erlendu myntunum hefðu orðið töluvert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.