Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 29
 áhættu og allan ávinning sem fylgir eignarhaldi á eign. Eignaréttur kann eða kann ekki að færast milli aðila að lokum“.41 Í umfjöllun fræðimanna hefur hugtakið fjármögnunarleiga ver- ið skilgreint sem leiguform þar sem við ákvörðun leigugjalds og lágmarksleigutíma er höfð hliðsjón af því að í lok lágmarksleigu- tíma hafi leigusali (e. lessor) fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverð leigumunar, auk vaxta og kostnaðar, en við lok lágmarksleigutíma hafi leigutaki (e. lessee) jafnan rétt til áframhaldandi leigu viðkom- andi munar eða muna gegn lækkuðu leigugjaldi.42 a) Munurinn á kaupleigu- og fjármögnunarleigusamningum Í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 var ekki óeðlilegt að þeirri spurningu væri varpað fram hvort aðrar tegund- ir eignaleigusamninga en kaupleigusamningar væru í eðli sínu lánssamningar en ekki leigusamningar og féllu þ.a.l. undir gildis- svið VI. kafla vxl. Var þá einkum horft til fjármögnunarleigusamn- inga sem algengir höfðu verið á árunum fyrir efnahagshrunið og vísað til þess að margt væri svipað með slíkum samningum og kaupleigusamningum. Á það var t.a.m. bent að bæði samnings- formin innihéldu ákvæði um vexti sem almennt tíðkaðist ekki í leigusamningum og að reglur um uppgjör við riftun fjármögnunar- leigusamninga samræmdust ekki reglum um uppgjör við slit leigu- samninga. Þá var einnig á það bent eignarhald samningsandlaga 41 Í dómi Hæstaréttar 24. janúar 2013 í máli nr. 10/2013 (Flugastraumi) gerði fjármálafyrirtæki kröfu um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins m.a. á því hvort samningur málsaðila teldist vera „fjármögnunarleigusamningur“ í skilningi reglugerðar framkvæmda- stjórnarinnar nr. 1725/2003, tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB og til- skipunar ráðsins nr. 88/361/EBE. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms að hafna beiðni sóknaraðila með vísan til þess að af forsendum úrskurðar héraðsdóms leiddi að hér- aðsdómari hafi metið það svo að nægileg leiðsögn fælist í dómum Hæstaréttar í málum nr. 92/1020, 153/2010, 282/2011 og 652/2011 til þess að komast að niðurstöðu um það hvort samningurinn væri lánssamningur eða samningur um fjármögnunarleigu. Tekið er sér- staklega fram í forsendum dóms Hæstaréttar að inntak spurningarinnar til EFTA-dóm- stólsins væri hvort samningur fjármálafyrirtækis og viðskiptamanns, um afnot hins síðar- nefnda af tiltekinni eign í afmarkaðan tíma og gegn fyrir fram ákveðnum greiðslum, teljist ekki fela í sér fjármögnunarleigu fyrir þær sakir einar að viðskiptamaðurinn hafi í lok leigutíma val um það hvort hann kaupi hið leigða, leigi það áfram eða afli skuldbindandi tilboðs þriðja manns um kaup á því. 42 Páll Sigurðsson: „Fjármögnunarleiga (Financial Leasing)“. Í ritinu Lagaþættir – Greinar af ýmsum réttarsviðum, Reykjavík 1993, bls. 150.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.