Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 45
 vegna, að víkja stuttlega að dómi Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010. Í málinu var deilt um hvort og þá hvaða áhrif ólögmæt gengisbinding hefði á vexti samkvæmt samningnum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að líta yrði með öllu fram hjá ákvæðum samn- ingsins um vaxtahæð og að vextir samkvæmt samningnum skyldu taka mið af óverðtryggðum vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveð- ur með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum útlánum. Hrd. 471/2010 (Vaxtadómur I). Hinn 21. nóvember 2007 gerðu G og L með sér kaupleigusamning um bifreið. Í málinu var ekki ágreiningur milli máls- aðila um að af dómum Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 leiddi að ákvæði um gengistryggingu í samningi þeirra væri ógilt Á hinn bóginn greindi aðila á um hvort og þá hvaða áhrif þetta hefði á vexti af láninu. Í dómi Hæstaréttar er m.a. vísað til þess að óumdeilt sé að vextir af láni sam- kvæmt samningi aðilanna hafi átt að taka mið af meðaltali LIBOR-vaxta af lánum í japönskum yenum og svissneskum frönkum á þeim degi sem samningur var gerður að viðbættu 2,90% álagi. Þá segir að vextir hafi þann- ig verið tengdir beint við vexti á millibankamarkaði í London af lánum í þeim myntum sem hin ógilda gengistrygging samkvæmt samningi að- ilanna miðaðist við. Þá segir orðrétt: „Þegar virt er að ákvæðið um gengis- tryggingu í samningi aðilanna er ógilt og bein og órjúfanleg tengsl eru samkvæmt framansögðu milli þess ákvæðis og fyrirmæla þar um vexti er hvorki unnt að styðjast við þau fyrirmæli óbreytt eftir orðanna hljóðan né gefa þeim með skýringu annað inntak, enda liggur fyrir í málinu að á milli- bankamarkaði í London hafa aldrei verið skráðir LIBOR vextir af lánum í íslenskum krónum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að ógildi ákvæðisins um gengistryggingu leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð. [...] Með því að þar greindum fyrirmælum um hæð þeirra verður samkvæmt framansögðu ekki beitt er óhjákvæmilegt að líta svo á að atvik svari hér til þess að samið hafi verið um að greiða vexti af peningakröfu án þess að tiltaka hverjir þeir skyldu vera. Samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 skulu vextir þegar svo stendur á vera á hverj- um tíma jafnháir vöxtum, sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofn- unum og birtir eru samkvæmt 10. gr. laganna.“ 4.3.1.3 Lög nr. 151/2010 um breytingu á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu o.fl. Það er til marks um þá miklu áherslu, sem lögð var á að greiða úr þeirri óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010, að þann sama dag og dómurinn var kveðinn upp boðaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra til blaða- mannafundar. Á fundinum kynntu ráðherrann, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins að sameiginleg viðbrögð stjórnvalda við dómnum yrðu lagasetning sem ætlað væri að tryggja að dómur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.