Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 46
 Hæstaréttar í máli nr. 471/2010 næði til allra lána til einstaklinga vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd væru við gengi erlendra gjaldmiðla. Fyrirhugaðri lagasetningu var hins vegar ekki ætlað að ná til sambærilegra lána til lögaðila.67 Framangreint gekk eftir og hinn 18. desember 2010 voru sam- þykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um um- boðsmann skuldara.68 Í lögunum, sem tóku gildi 29. desember 2010, er kveðið á um það hvernig haga skuli endurútreikningi og upp- gjöri vegna þeirra lána sem falla undir 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010. Uppgjörsaðferðin felur annars vegar í sér hvernig reikna beri út stöðu lánsskuldbindinga fram að svoköll- uðum uppgjörsdegi, sbr. 5. mgr. 18. gr. laganna, og hins vegar ákvæði er lúta að framtíðarskilmálum skuldbindinga, sbr. 1. og 2. mgr. 18. gr. vxl. Afmörkun þeirra skuldbindinga, sem falla undir lög nr. 151/2010, er að finna í X. ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 38/2001, sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010. Í ákvæðinu kemur m.a. fram að hafi húsnæðislán til neytenda69 verið greitt út í íslenskum krónum, eða umbreyting úr erlendum myntum er hluti viðkomandi lánssamnings en endur- greiðsla skuldarinnar miðast að einhverju leyti við gengi erlendra gjaldmiðla, fari um uppgjör vegna ofgreiðslu og framtíðarskilmála skuldbindingarinnar eftir því sem greinir í 18. gr. laganna.70 Þá seg- ir að afmörkun þeirra skuldbindinga, sem falla undir greinina, skuli vera í samræmi við skilyrði ákvæðis B-liðar 68. gr. laga um tekju- 67 Fréttatilkynningin í heild sinni er aðgengileg á vefslóðinni: www.efnahagsraduneyti. is. 68 Lögin hafa í opinberri umræðu verið nefnd „Árna Páls-lögin“ eftir þáverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra, Árna Páli Árnasyni. 69 Hvorki í ákvæðum laga nr. 151/2010 né í lögskýringargögnum er að finna skilgrein- ingu á hugtakinu „neytandi“ í skilningi laganna. Þá er enga samræmda neytendaskilgrein- ingu að finna í íslenskum rétti. Af þessum sökum er að mati höfundar rétt að taka mið af skilgreiningu á hugtakinu, eins og hún er sett fram í öðrum lögum, og miða samkvæmt því við að neytandi í skilningi laga nr. 151/2010 sé einstaklingur sem tekið hefur húsnæðislán sem lögin ná til enda séu lánsviðskiptin ekki gerð í atvinnuskyni af hans hálfu. Af þessu leiðir að utan gildissviðs laganna falla lán til lögaðila. Þó er hugsanlegt að rétt þætti, í þröngum undantekningartilvikum, að tryggja tilteknum félögum eða lögpersónum, sem ekki stunda atvinnurekstur, sömu vernd og neytendum, t.d. húsfélögum og frjálsum félagasamtökum. Sjá nánar Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur. Reykjavík 2009, bls. 27-43. 70 Um það skilyrði, að lán hafi verið greitt út í íslenskum krónum eða umbreytingum úr erlendum myntum sé hluti viðkomandi lánssamningsins, er fjallað í dómi Hæstaréttar 11. október 2012 í máli nr. 467/2011 þar sem rétturinn hafnaði því að uppgjöri skuldar á gjaldeyris- reikningi einstaklings skyldi haga í samræmi við X. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 38/2001, sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.