Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 48
 afturvirkum hætti ákvörðun vaxta og því hefðu lög nr. 151/2010 ekki þýðingu við úrlausn á ágreiningi málsaðila. Hrd. 600/2011 (Vaxtadómur II). Orðrétt segir um þetta í niðurstöðu meiri- hluta Hæstaréttar: „Við málflutning fyrir Hæstarétti hefur bæði af hálfu sóknaraðila og varnaraðila verið vísað til ákvæða í lögum nr. 151/2010 um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara. Lög þessi hafa meðal annars að geyma ákvæði sem lúta að ákvörðun vaxta aftur í tímann af skuldum samkvæmt skuldabréfum þar sem ákvæði um gengistryggingu skuldar hafa verið tal- in andstæð lögum. Af skriflegum gögnum málsins í héraði verður ekki ráð- ið að lög þessi hafi borið á góma við meðferð málsins þar, þó að þau hafi tekið gildi áður en ágreiningi málsaðila var vísað til meðferðar héraðs- dóms. Með almennum lögum er ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessum sökum fá nefnd lög ekki haggað þeirri niðurstöðu sem komist er að í kafla IV hér að framan.“ Með dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgar- byggð) var áréttað að lög nr. 151/2010 gætu ekki hróflað með aftur- virkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Samróma niðurstaða þeirra fimm hæstaréttardómara, sem dæmdu í málinu, varð einnig sú að undan- tekningarregla kröfuréttar um gildi fullnaðarkvittana ætti við í mál- inu. Þá féllst Hæstiréttur á að við endurútreikning lánsins, fram til þess dags er fyrri endurútreikningur lánsins fór fram, kæmu afborg- anir af höfuðstól skuldarinnar að fullu til frádráttar höfuðstólnum sem bæri hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Í þessari niðurstöðu fólst að fjárhæð greiddra vaxta hefur ekki áhrif á útreikninginn vegna þessa tímabils enda töldust þeir að fullu greiddir. Niðurstöður Hæstaréttar í málum nr. 600/2011 og 464/2012 fela það í sér að fjármálafyrirtæki þurfa að endurreikna að nýju lánsskuldbind- ingar sem innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði enda teljist skilyrði fyrir beitingu undantekningarreglunnar um gildi fulln- aðarkvittana vera fyrir hendi. Um álitaefni, sem að því uppgjöri lúta, verður hins vegar ekki fjallað frekar á þessum vettvangi. 4.3.1.2 Lögaðilar Eins og áður hefur verið rakið falla lán til lögaðila utan gildissviðs laga nr. 151/2010. Lagasetningin leysti því ekki úr þeirri réttaróvissu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.