Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 54
 Hæstaréttar verði að telja gengistryggingu skuldabréfsins ólög- mæta. Sökum þess að málatilbúnaður bankans var eingöngu reistur á því að um erlent lán væri að ræða þótti héraðsdómi málatilbún- aður bankans vanreifaður og vísaði málinu frá dómi án kröfu. Mál- inu var skotið til Hæstaréttar þar sem fimm dómarar komust að samróma niðurstöðu um að fella hinn kærða úrskurð úr gildi með eftirfarandi rökstuðningi: Hrd. 520/2011 (GB Miðlun). „Ekki verður fallist á að skuldabréf það sem um er fjallað í þessu máli sé sambærilegt skuldabréfum þeim sem um ræðir í nefndum dómsmálum. Meðal annars kemur fjárhæð skuldbindingar sam- kvæmt bréfinu í erlendum gjaldmiðlum hér skýrt fram þar sem greind er fjárhæð skuldar. Svo sem greinir í forsendum dóma Hæstaréttar 16. júní 2010 fer skuldbinding í erlendum gjaldmiðli ekki gegn nefndum ákvæðum laga nr. 38/2001. Framangreindir dómar Hæstaréttar eru því ekki fordæmi fyrir ólögmæti þeirrar skuldbindingar sem um er fjallað í þessu máli. Sam- kvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar lögum samkvæmt.“ Sú afstaða, sem birtist í dómi Hæstaréttar í máli nr. 520/2011, var áréttuð í tveimur samkynja dómum sem kveðnir voru upp í Hæsta- rétti 23. nóvember 2011, sbr. mál nr. 551/2011 (Drómi I) og 552/2011 (Drómi II). Bæði þessi mál eru útivistarmál þar sem niðurstaða hér- aðsdóms varð sú að vísa málunum frá dómi án kröfu með efnislega sambærilegum rökstuðningi og í héraðsdómnum í máli nr. 520/2011. Hæstiréttur, sem í báðum málunum var skipaður fimm dómurum, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að fella hina kærðu úrskurði úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málin til löglegrar með- ferðar. Í forsendum Hæstaréttar í báðum málunum er vísað til þess að heiti samningsins/lánsins beri það með sér að um væri að ræða skuldbindingu í erlendum myntum. Þá er vísað til þess að hinir er- lendu gjaldmiðlar séu nákvæmlega tilgreindir annars vegar í samn- ingnum sjálfum, sbr. mál nr. 551/2011 og hins vegar í lánsbeiðni, sbr. mál nr. 552/2011. Með skírskotun til þessa taldi Hæstiréttur að fyrri dómar réttarins væru ekki fordæmi fyrir ólögmæti þeirra skuld- bindinga sem um var deilt. Tekið er sérstaklega fram að í þeim mál- um, sem þar var leyst úr, hafi þessu verið ólíkt farið að því leyti að þær skuldbindingar, sem krafist var efnda á, voru ekki tilgreindar í erlendum gjaldmiðlum, heldur ýmist sem tilteknar fjárhæðir í ís- lenskum krónum eða jafnvirði fjárhæða í íslenskum krónum er skiptast skyldu eftir ákveðnum hlutföllum í tvær eða fleiri erlendar myntir. Samkvæmt þessu og með vísan til dóms Hæstaréttar í máli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.