Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 55
 nr. 520/2011 (GB Miðlun) voru hinir kærðu úrskurðir felldir úr gildi. Sökum þess að dómar Hæstaréttar í málum nr. 520/2011, 551/2011 og 552/2011 eru kærumál, þar sem útvist hafði orðið af hálfu lántaka í héraði, er fordæmisgildi málanna takmarkað. Þannig má með nokkrum rökum halda því fram að niðurstaðan í málunum hafi einfaldlega verið sú að fyrri dómar Hæstaréttar í hinum svonefndu gengistryggingarmálum hefðu ekki fordæmisgildi fyrir úrlausn um ólögmæti þeirra lánsskuldbindinga sem um var deilt, án þess að afstaða væri tekin til ólögmætisins að öðru leyti. Á hitt ber hins veg- ar að líta að Hæstiréttur var í öllum tilvikum skipaður fimm dóm- urum í málinu og niðurstaðan sú sama í öllum málunum bendir til þess að málin hafi visst fordæmisgildi. Hvað sem fordæmisáhrifum dómanna líður er ljóst að dómarnir fólu í sér ákveðnar vísbendingar um afstöðu Hæstaréttar til lánsskuldbindinga þar sem fjárhæðir hinna erlendu mynta voru tilteknar sérstaklega, sbr. t.d. mál nr. 524/2011 (Íslandsbanki), eins og nánar verður rakið í næstu köflum hér á eftir. 4.3.2.5 Dómur Hæstaréttar 7. júní 2012 í máli nr. 524/2011 Í dómi Hæstaréttar 7. júní 2012 í máli nr. 524/2011 (Íslandsbanki) reyndi á lánsskuldbindingu þar sem fjárhæðir hinna erlendu mynta voru tilgreindar sérstaklega í texta skuldabréfs sem hjón gáfu út til Glitn- is banka. Dómurinn er þýðingarmikið fordæmi varðandi túlkun á VI. kafla vxl. ekki síst sökum þess að málið var dæmt af sjö hæsta- réttardómurum sem komust að einróma niðurstöðu um að lánið væri í erlendum gjaldmiðlum. Dómurinn, sem staðfestir þær vís- bendingar sem margir töldu að fælust í málum nr. 520/2011, 551/2011 og 552/2011, er skýrt dæmi um hversu mikið vægi tilgreining láns- fjárhæðar hefur við mat á eðli viðkomandi skuldbindingar. Hrd. 524/2011 (Íslandsbanki). Málavextir eru þeir að í byrjun árs 2008 gáfu hjón út skuldabréf til G vegna húsnæðiskaupa. Haustið 2009 gjaldfelldi  Einn hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í báðum málunum. Í máli nr. 551/2011 (Drómi I) var minnihlutinn ósammála meirihlutanum um eðli skuldbindingarinnar og taldi að um lán í íslenskum krónum væri að ræða og því bæri að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um frávísun málsins. Í máli nr. 552/2011 (Drómi II) var minnihlutinn hins vegar sammála niðurstöðu meirihlutans um það hvers eðlis skuldbindingin væri og staðfesti niðurstöðu meirihlutans með eftirfarandi athugasemd: „Ég tel að í vafatilvikum verði við úrlausn á því hvort um sé að ræða skuldbindingu í íslenskum krónum, sem bundin sé gengi erlendra gjaldmiðla, eða hvort um sé að ræða skuldbindingu í erlendum gjaldmiðli, að beita reglum um túlkun samninga. Ég er sammála meirihlutanum um að við slíka túlk- un skipti mestu hvert sé efni samningsskilmálanna, en þegar það er óskýrt verði að líta til gagna og upplýsinga um tilurð samnings og framkvæmd hans þegar við á“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.