Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 68

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 68
 beggja samningsaðila hafi verið efndar með greiðslu í erlendum gjaldmiðli eða gjaldmiðlum. Þannig taldist nægjanlegt í málinu að útgreiðsla lánsins hafi verið í erlendum myntum þó að fyrir lægi að endurgreiðslur fóru fram í íslenskum krónum.80 Af dómi Hæstarétt- ar í máli nr. 693/2012 má ráða að þegar tilgreining lánsfjárhæðar í lánssamningi er með þeim hætti sem að framan greinir hvílir sönn- unarbyrði um að lán hafi verið veitt í erlendri mynt á lánveitanda. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða „óhefðbunda lánssamn- inga“ þar sem ekki eru fyrir hendi skjöl með beinni skuldaviður- kenningu lántaka, sem taka má mið af við mat á eðli skuldbinding- ar, hefur Hæstiréttur beitt sömu aðferð og lýst er hér að framan og framkvæmd samnings ráðið úrslitum um það í hvorn flokkinn lánið fellur. Þannig komst rétturinn að þeirri niðurstöðu í máli nr. 467/2011 að yfirdráttur á gjaldeyrisreikningi væri í erlendri mynt með vísan til þess að lántaki hafi, með því að hagnýta sér yfirdráttarheimild- ina, stofnað til skuldar í mynt viðkomandi reiknings. Í máli nr. 19/2012, þar sem deilt var um samning um svonefnda lánalínu, komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um erlent lán væri að ræða með vísan til þess að lánsfjárhæðin hafi verið greidd út í er- lendri mynt og endurgreiðslur farið fram í sömu mynt. Segja má að það sem hér hefur verið sagt sé að ákveðnu leyti einföldun á flóknara máli enda hefur Hæstiréttur vísað til fjölmargra annarra atriða við mat á því hvort skuldbinding sé í íslenskum krónum eða erlendri mynt eða myntum. Í næstu köflum hér á eftir verður leitast við að gefa yfirlit yfir þessi atriði. 5.2 Heildstætt mat á samningsskilmálum Ráða má af dómaframkvæmd Hæstaréttar að við mat á eðli láns- skuldbindingar þarf, til viðbótar við þau grundvallaratriði sem um er getið hér að framan, að framkvæma heildstætt mat á samnings- skilmálum viðkomandi lánsskuldbindingar. Þannig getur hugtakanotkun í viðkomandi lánssamningi gefið til kynna hvert raunverulegt eðli skuldbindingarinnar sé. Hæstirétt- ur hefur þannig, í ákveðnum tilvikum, talið að yfirskrift eða fyrir- sögn lánsskuldbindingar gefi vísbendingar um raunverulegt eðli skuldbindingarinnar, sbr. t.d. mál nr. 551/2011, 552/2011, 524/2011, 332/2012, 3/2012 og 50/2012.81 Ef hugtakið „gengistrygging“ kemur fram í skilmálum viðkomandi lánsskuldbindingar þá hefur Hæsti- 80 Rökstuðningur Hæstaréttar í máli nr. 66/2012 var á þá leið að í samningnum sjálfum hafi verið gert ráð fyrir því að lántaki efndi aðalskyldu sína með greiðslum í erlendum gjaldmiðlum þótt svo hafi ekki farið í raun. 81 Í öðrum tilvikum hefur Hæstiréttur hins vegar komist að gagnstæðri niðurstöðu um eðli skuldbindingar en ætla mætti af yfirskrift viðkomandi skuldbindingar, sbr. t.d. mál nr. 603/2010, 604/2010, 30/2011, 31/2011, 155/2011, 120/2011, 50/2012, 66/2012 og 386/2012.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.