Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 70

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 70
8 réttar eins og áður hefur verið rakið. Þó er ljóst að þessi atriði hafa einkum þýðingu við mat á eðli skuldbindinga þar sem lánsfjárhæð er tilgreind sem jafnvirði tiltekins fjölda íslenskra króna er skiptast skuli eftir eftir ákveðnum hlutföllum í tvær eða fleiri erlendar mynt- ir. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar má ráða að þessi atriði geta aldrei ein og sér leitt til þeirrar niðurstöðu að lán sé eftir atvikum í íslenskum krónum eða erlendri mynt eða myntum, heldur hefur iðulega verið vísað til þeirra til stuðnings niðurstöðu um eðli skuld- bindingar sem fengin er með heildarmati á efni og framkvæmd við- komandi samnings. Eðli máls samkvæmt hafa þau hins vegar aukið vægi við matið ef öll atriðin veita vísbendingu um hið sama. 5.3 Önnur atriði sem þýðingu kunna að hafa við mat á eðli lánsskuld- bindingar Við mat á eðli lánsskuldbindingar hefur Hæstiréttur einnig vísað til annarra atriða en skilmála þess láns, sem um ræðir, og þess hvernig samningurinn var framkvæmdur. Þannig hefur rétturinn talið að orðalag, hugtakanotkun og efni fylgiskjala með lánsskuldbindingu geti gefið vísbendingar um eðli lánsins. Bæði getur verið um að ræða skjöl sem orðið hafa til í að- draganda og í tengslum við viðkomandi lánveitingu eins og t.d. „kaupnótur“, „gjaldeyrispantanir“ eða „útborgunarbeiðnir“ og/eða skjöl sem orðið hafa til á samningstíma, t.d. skilmálabreytingar eða útreikningar fjármálafyrirtækis á gjaldmiðlum um hver mánaða- mót, sbr. t.d. mál nr. 524/2011 og 332/2012. Hæstiréttur hefur einnig í ákveðnum tilvikum vísað til huglæg- rar afstöðu samningsaðila við samningsgerð, þ.e.a.s. hvort vilji lán- taka hafi staðið til þess að taka lán í íslenskum krónum eða erlendri mynt eða myntum, sbr. mál nr. 50/2012. Þá hefur rétturinn einnig vísað til þess að við skýringu á texta lánssamnings beri að hafa í huga meginreglu íslensks réttar um frelsi manna til að bindast skuldbindingum með samningum, sem telja verður gilda nema sýnt sé fram á að þeir fari í bága við ófrávíkjanlegar reglur í settum lög- um, sbr. mál nr. 3/2012. Eins og áður hefur verið nefnt eru hins vegar skiptar skoðanir innan réttarins um þýðingu og vægi þessara atriða við matið.  Að mati höfundar er rétt að gjalda varhug við því að láta slík gögn hafa mikið vægi við matið. Hafa ber í huga að fylgigögnin eru nær undantekningarlaust útbúin að frumkvæði viðkomandi lánastofnunar án aðkomu eða beiðni frá lántaka. Þó að skjölin kunni að bera með sér að gjaldeyrisviðskipti hafi átt sér stað er staðreyndin yfirleitt sú að lántakar hafa ekki haft nein afskipti af hinum ætluðu gjaldeyrisviðskiptum. Ef slík gögn eru fyrir hendi geta þau hins vegar verið til stuðnings niðurstöðu um að lán sé eftir atvikum í íslenskum krónum eða erlendri mynt sem fengin er með vísan til þeirra grundvallaratriða sem ávallt ber að líta til við úrlausn um það hvers eðlis viðkomandi skuldbinding er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.