Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 79
 s.s. það að hestar séu keyptir og seldir, hestar valdi tjóni, hestar fari til dýralækna o.s.frv. Það valdi því þó ekki að til sé réttarsviðið „hestaréttur“. Betur fari á því að fást við þessi viðfangsefni út frá meginreglum hinna hefðbundnu réttarsviða, s.s. samningaréttar og skaðabótaréttar.2 Þótt taka megi undir það að dæmið um „hestarétt“ sé e.t.v. frekar sniðugt en raunverulega upplýsandi fyrir fræðilega orðræðu um tilvist nýrra réttarsviða,3 þá vísar það á mikilvægt þema í umfjöllun um ný réttarsvið: Eru þau eitthvað annað og meira en ósamstætt safn réttarreglna sem tilheyra mismunandi réttarsvið- um og eiga aðeins viðfangið sameiginlegt? Eru þau eitthvað annað og meira en það að réttarreglum og meginreglum annarra réttar- sviða er beitt um þetta tiltekna viðfangsefni? Finnski réttarheimspekingurinn Kaarlo Tuori hefur sett fram kenningu um það hvað þurfi til að koma svo sjálfstætt réttarsvið teljist hafa stofnast. Hann telur að til þess þurfi að hafa þróast þekk- ingargrunnur undir réttarsviðið sem annars vegar lýsir ákveðnum hugtökum sem kerfisbinda réttarheimildirnar, en hins vegar ákveðn- um meginreglum sem dragi saman normatífar forsendur margra mismunandi réttarreglna og birti einnig tengslin við hinn siðferði- lega grundvöll sem að baki liggur. Þessa heild sé þá hægt að draga saman í „grundvallarkenningar“ réttarsviðsins sem séu, ásamt að- ferðafræðilegum þáttum, sá stofn sem myndi lagalegu menninguna á viðkomandi réttarsviði.5 Samkvæmt því verður nýtt réttarsvið ekki til fyrr en lagður hefur verið sjálfstæður þekkingarlegur grund- völlur undir það, þótt eftir atvikum kunni að einhverju marki að vera byggt á grunni nálgana annarra réttarsviða. 2 Frank H. Easterbrook: „Cyberspace and the Law of the Horse“. University of Chicago Legal Forum 1996, bls. 207-216, á bls. 207: „...the best way to learn the law applicable to specialized endeavors is to study general rules. Lots of cases deal with sales of horses; oth- ers deal with people kicked by horses; still more deal with the licensing and racing of horses, or with the care veterinarians give to horses, or with prizes at horse shows. Any effort to collect these strands into a course on “The Law of the Horse” is doomed to be shal- low and to miss unifying principles.“ 3 Einer R. Elhauge: „Can health law become a coherent field of law?“ Wake Forest Law Review 2006, bls. 365-390, á bls. 368 og Theodore W. Ruger: „Health Law‘s Coherence Anxi- ety“. Georgetown Law Journal 2008, bls. 625-648, á bls. 625. 4 Hugtakið er vel þekkt í ensku og norrænu lagamáli (e. normative, d. normativ, n. normativ) en hefur ekki verið íslenskað sérstaklega. Orðið normatíft er einfaldlega notað hér sem þýðing og vísar til skuldbindandi reglu og/eða gildis um rétta hegðun. Hugtakið byggir á latneska orðinu norma. Það er m.a. skilgreint þannig í Merriam-Webster Online dictionary: „a principle of right action binding upon the members of a group and serving to guide, control, or regulate proper and acceptable behavior“, sjá http://www.merriam- webster.com/dictionary/norm, skoðað 14. maí 2012. 5 Kaarlo Tuori: Critical Legal Positivism. Ashgate, Aldershot 2002, einkum bls. 169-183 og Kaarlo Tuori: Ratio and Voluntas: The Tension Between Reason and Will in Law. Ashgate, Farn- ham 2011, einkum bls. 149-154. Sjá einnig t.d. áherslu Easterbrook á mikilvægi meginreglna, Frank H. Easterbrook: „Cyberspace and the Law of the Horse“, bls. 207.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.