Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 87

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 87
8 Sú meðvitund er rakin til þess að árið 1980 var skipuð nefnd um lagalegt öryggi í heilbrigðisþjónustu. Hún skilaði niðurstöðum sín- um árið 1982 og lagði bæði til að sett yrðu lög um réttindi sjúklinga og lög um víðtækar bótareglur vegna tjóns sem sjúklingar verða fyrir á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar. Í kjölfar þessara tillagna voru sett lög um sjúklingatryggingar árið 198645 og lög um réttindi sjúklinga árið 1992.46 Finnsku lögin um réttindi sjúklinga eru fyrstu lög þeirrar tegundar sem sett voru í Evrópu, ef ekki í heiminum öllum. Þessi réttarþróun á sviði heilbrigðisréttar hefur einnig verið tengd við almenna mannréttindavakningu í finnsku samfélagi. Kjarna finnskrar heilbrigðisréttarlöggjafar er að finna í þessum lagabálkum, sem enn eru í gildi, að viðbættum tvennum lögum um skipulag heilbrigðisþjónustu,49 sóttvarnarlögum,50 lögum um heil- brigðisstarfsmenn,51 lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðis- sviði,52 lögum um notkun líffæra og vefja í lækningaskyni53 og lög- um um tæknifrjóvgun.54 Finnland undirritaði sáttmálann um mann- réttindi og líflæknisfræði árið 1997 og fullgilti hann 2009. Boðið er upp á heilbrigðisrétt sem valfag á meistarastigi við Háskólann í Helsinki. Þar var árið 2011 stofnað til dósentsstöðu í heilbrigðisrétti en réttarsviðinu var áður sinnt af prófessor í refsirétti. 4.3 Noregur Í norskum rétti er talið að fram á níunda áratug síðustu aldar hafi fræðaskrif á þessu réttarsviði verið takmörkuð við sjónarhorn „lög- fræði læknavísinda“ og fjallað um starfsábyrgð lækna og trúnaðar-  Raimo Lahti: „Towards a Comprehensive Legislation Governing the Rights of Pati- ents”. Í ritinu Lotta Westerhäll og Charles Phillips (ritstj.), Patient’s Rights – Informed Con- sent, Access and Equality, Nerenius & Santérus, Stokkhólmi 1994, bls. 207-221, á bls. 208-9. 45 Lög nr. 585/1986 um sjúklingatryggingar (Potilasvahinkojen, 585/1986). Þessi lög, með síðari breytingum, eru enn í gildi í Finnlandi. 46 Lög nr. 785/1992 um réttindi sjúklinga (Potilasvahinkolaki, 785/1992). Þessi lög, með síðari breytingum, eru enn í gildi í Finnlandi.  Sjá t.d http://europatientrights.eu/countries/signed/finland/finland.html, skoðað 14. maí 2012.  Raimo Lahti: „Towards a Comprehensive Legislation Governing the Rights of Pati- ents”, bls. 209. 49 Lög nr. 66/1972 um grunnheilbrigðisþjónustu (Kansanterveyslaki, 66/1972) og lög nr. 1062/1989 um sérhæfða heilbrigðisþjónustu (Erikoissairaanhoitolaki, 1062/1989). Nánar er kveðið á um útfærslu þeirra í lögun nr. 1326/2010 um heilbrigðisþjónustu (Terveydenhuol- tolaki, 1326/2010). 50 Lög nr. 583/1986 um sóttvarnir (Tartuntatautilaki, 583/1986). 51 Lög nr. 559/1994 um heilbrigðisstarfsmenn (Laki terveydenhuollon ammattihenk- ilöistä, 559/1994). 52 Lög nr. 488/1999 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (Laki lääketieteellisestä tut- kimuksesta, 488/1999). 53 Lög nr. 101/2001 um notkun líffæra og vefja í lækningaskyni (Laki ihmisen elimien, kudoksien ja solujen lääketieteellisestä käytöstä, 101/2001). 54 Lög nr. 1237/2006 um tæknifrjóvgun (Hedelmöityshoitolaki, 1237/2006).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.