Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 91

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 91
8 um jafnrétti (lighedsprincippet) og meginreglu um rétt til heilsu (ret til sundhed), sem birtist í ákvæðum laga um aðgang að heilbrigðis- þjónustu. Loks telur hún heilbrigðisréttinn viðurkenna verndarþörf sjúklinga (beskyttelsesbehov) auk þess sem innan heilbrigðisrétt- arins gildi meginregla ábyrgðar heilbrigðisstarfsmanna (ansvars- princip). Samandregið telur hún meginreglur heilbrigðisréttar ann- ars vegar lúta að virðingu fyrir sjúklingnum en hins vegar að ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðiskerfisins. Í Noregi er talið að frá því í upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi átt sér stað ákveðin réttindavæðing heilbrigðisréttarins, en í kjölfar hennar í kringum 1990 telur Asbjørn Kjønstad að réttar- svið heilbrigðisréttar hafi verið orðið til í Noregi, þar sem þá hafi samtals verið birtar u.þ.b. 100 fræðigreinar og önnur verk, auk þess sem u.þ.b. 10-12 fræðimenn sinntu réttarsviðinu að einhverju marki.89 Kjønstad telur heilbrigðisrétt byggja á 12 meginreglum. Í fyrsta lagi telur hann gilda þrjár meginreglur tengdar sjálfsákvörð- unarrétti sjúklinga, faglegu sjálfstæði heilbrigðisstarfsmanna og fjárveitingafrelsi þingsins og sjálfsstjórn sveitarfélaga (pasientens autonomi, helsepersonells faglige selvstendighet, Stortingets bud- sjettfrihet og det kommunale sevstyret). Í öðru lagi telur hann upp þrjár meginreglur varðandi upplýsingar og samskipti, þ.e. rétt sjúk- linga til munnlegra upplýsinga, rétt sjúklinga til aðgangs að sjúkra- skrám og þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna (rett til muntlig in- formasjon, rett til innsyn i sykejournaler, helsepersonells taushets- plikt). Næst telur hann þrjár meginreglur er varða meðferðina sjálfa, eða meginreglurnar um rétt til meðferðar, faglegar starfsskyldur heilbrigðisstarfsmanna og opinbert eftirlit (rett til at få behandling, plikt til at utøve forsvarlig virksomhet, statens tilsyn og kontroll). Í fjórða og síðasta lagi telur hann þrjár meginreglur gilda eftir að meðferð lýkur, en það eru meginreglurnar um rétt til að kvarta, rétt til bóta vegna tjóns og refsivernd sjúklinga (klagerett, rett til erstat- ing, strafferettslige vern).90 Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það að heilbrigðisréttur sé sjálf- stætt réttarsvið sem slíkt. Danski fræðimaðurinn Helle Bødker  Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 511-514.  Asbjørn Kjønstad og Aslak Syse: „The Growth of Patients’ Rights in Norway“, bls. 271. 89 Asbjørn Kjønstad: Helserett, bls. 140. Þetta sjónarhorn er einnig tekið upp í Henry T. Greely: „Some Thoughts on Academic Health Law“, bls. 395. Sjá einnig Asbjørn Kjønstad: „Pasienters rettigeter – kontraktsrett eller forvaltningsrett?“ Í ritinu Anders Bratholm o.fl. (ritstj.), Lov og frihet. Festskrift til Johs. Andenæs, Universitetsforlaget, Osló 1982, bls. 587- 602. 90 Asbjørn Kjønstad: Helserett, bls. 41-53. Sjá einnig Asbjørn Kjønstad: „Twelve main prin- ciples in Norwegian health law“ Retfærd 2010, bls. 60-78.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.