Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 92

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 92
0 Madsen telur þannig að þótt vissulega sé heilbrigðisréttur til sem sérstakt lögfræðileg viðfangsefni, sem hafi eigin reglur og sérkenni, sé hann ekki sjálfstætt réttarsvið. Þess í stað telur hún heilbrigðisrétt byggja á almennum meginreglum stjórnsýsluréttar og einkaréttar.91 Á þeim grundvelli vill hún í meginatriðum flokka viðfangsefni heil- brigðisréttar niður í tvennt eftir því hvort meðferð er veitt hjá opin- berri heilbrigðisstofnun eða hjá einkaaðila. Þannig sé í fyrra tilvik- inu um að ræða sérstakan stjórnsýslurétt, sambærilegan við t.d. al- mannatryggingarétt eða skattarétt, en í síðara tilvikinu sé um að ræða „sérstakan einkarétt“, sambærilegan við t.d. neytendarétt eða leigjendarétt.92 Bødker Madsen telur að réttarvernd sjúklinga sé rík- ari að stjórnsýslurétti en að einkarétti, m.a. vegna þess að hinar sér- stöku réttarreglur stjórnsýsluréttarins gildi ekki fullum fetum nema um þá þjónustuveitendur sem eru opinbers réttar eðlis. Það hafi þannig þýðingu fyrir réttarstöðu sjúklings hvort þjónustan sé veitt innan hins opinbera velferðarkerfis eða utan þess á einkaréttarleg- um grunni. Í fyrrnefnda tilfellinu myndi reglur stjórnsýsluréttarins þann grunn sem liggur að baki hinum sérstöku efnisreglum heil- brigðisréttar og stýri túlkun hans, en í því síðarnefnda séu það regl- ur einkaréttarins, nánar tiltekið reglur samningaréttar.93 Með vísan til þess leggur hún til að með löggjöf verði tryggt að reglur stjórn- sýsluréttar gildi einnig þegar veitendur heilbrigðisþjónustu eru einkaaðilar.94 5.2 Verður litið svo á að íslenskur heilbrigðisréttur sé sjálfstætt réttarsvið? Það er í sjálfu sér umdeilanlegt sem Helle Bødker Madsen heldur fram að t.d. skattaréttur eða leiguréttur séu ekki sjálfstæð réttarsvið í þeim skilningi sem lagður er í það hugtak í þessari grein, sbr. kafla 2. Jafnvel þótt þau réttarsvið eigi uppruna sinn aðallega innan opin- bers réttar eða einkaréttar, þá er ekki þar með sagt að þau hafi ekki myndað sjálfstæðan þekkingargrundvöll, með eigin hugtök, meg- inreglur og grundvallarkenningar, og séu í þeim skilningi sjálfstæð réttarsvið sem hafi þróað sína eigin lagalegu menningu. Það er ein- faldlega sjálfstætt rannsóknarefni út af fyrir sig. Þá er sú sýn einnig umdeilanleg að eigi réttarreglur ákveðins réttarsviðs uppruna sinn 91 Helle Bødker Madsen: „Health Law as a Legal Discipline“. Í ritinu Elisabeth Rynning og Mette Hartlev (ritstj.), Nordic Health Law in a European Context – Welfare State Perspectives on Patients‘ Rights and Biomedicine, Liber og Martinus Nijhoff, Malmö/Leiden 2011, bls. 77- 92, á bls. 91. Nánar má fræðast um sjónarmið Helle Bødker Madsen í doktorsritgerð henn- ar, Helle Bødker Madsen: Privatisering og patentrettigheder. Jurist og Økonomforbundets Forlag, Kaupmannahöfn 2010. 92 Helle Bødker Madsen: „Health Law as a Legal Discipline“, bls. 80-81. 93 Helle Bødker Madsen: „Health Law as a Legal Discipline“, bls. 83. 94 Helle Bødker Madsen: „Health Law as a Legal Discipline“, bls. 90.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.