Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 104

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 104
0 hafa margs konar hugsanlegar breytingar verið gaumgæfilega athugaðar af þeim hæfileikamönnum sem skipað hafa stjórnarskrárnefndirnar fyrr og síðar og athyglisverðar hugmyndir settar fram. En ekkert af þessu hefur náð fram að ganga eða verið nægileg samstaða um á þeim grundvelli að breyting væri til bóta.3 [Skál. höf.] Fleiri ummæli af þessum toga mætti tína til. Ráðamenn lýðveldis- ins hættu nefnilega fljótlega að hugsa um heildarendurskoðun sem markmið í sjálfu sér. Þess í stað lagfærðu þeir það sem talið var máli skipta eftir því sem tilefni gafst til. Ekki verður séð að þessi tilhögun hafi valdið deilum eða óánægju í samfélaginu eins og gefið er í skyn með tali um „svikin loforð“ um heildarendurskoðun. Stjórnarskráin var því aldrei álitin „bráðabirgðastjórnarskrá“ í þeim skilningi að til hafi staðið að varpa meginefni hennar fyrir róða og semja nýja stjórnarskrá frá grunni. Þennan stimpil reyna hins vegar formælendur róttækra breytinga að setja á lýðveldis- stjórnarskránna sem hluta af málafylgju sinni. Stuðning fyrir þessu sækja þeir í skrif Guðna, því hann horfir í skrifum sínum fram hjá því hvernig viðhorf til stjórnarskrárinnar þróuðust á árunum eftir setningu hennar. Guðni er mér reyndar sammála um að hvað sem líði túlkun sög- unnar sé „ekki endilega sagt að heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar sé bráðnauðsynleg nú um stundir enda hefur ýmsu verið breytt í áranna rás“.5 Með hliðsjón af þeim óásættanlegu tillögum sem nú er unnið með mætti Guðni reyndar taka dýpra í árina, þótt ekki væri til annars en að vinna gegn því að skrif hans séu slitin úr samhengi með þeim hætti sem raun ber vitni. 3 Sjá Alþt. 1983-1984, B-deild, bls. 4544. 4 Sjá t.d. tal sem þetta í grein Gísla Tryggvasonar, lögfræðings, „Líndal staðfestir þörf- ina“, frá 19. okt. 2010 á blog.pressan.is/gislit/. 5 Sjá Guðni Th. Jóhannesson: „Sagnfræðin og endurskoðun stjórnarskrárinnar“. Tímarit lögfræðinga 2011, bls. 454.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.