Jökull - 01.01.2021, Page 136
Einar B. Pálsson
sóknaverkefni. Reynsla hafði nú sýnt okkur, hvað þar
er mikið erfiði að komast með nauðsynlegan viðlegu-
og rannsóknabúnað upp á jöklana, einkum Vatnajök-
ul. Allar jökulár umhverfis hann voru óbrúaðar og
vegslóðar nær engir. Ferðagarpar á Akureyri höfðu þá
í nokkur ár kannað Ódáðahraun. Og nú voru að koma
hér í gagnið torfærubílar sem setuliðið kaus að losa sig
við, þegar sjá mátti fyrir lok heimstyrjaldarinnar. Við
höfðum farið á Vatnajökul að sunnan sumarið 1942.
Okkur þótti nú forvitnilegt , hvernig aðkoma á bíl væri
að norðanverðu. Við fréttum að Ferðafélag Akureyr-
ar ráðgerði að reyna ökuleið suður að jöklinum um
Suðurárbotna og Dyngjufjalladal, en áður hafði jafn-
an verið farið um Herðubreiðarlindir.
Við Kristín Pálsdóttir, kona mín og Leó Eggerts-
son, sem verið hafði með okkur í fyrsta leiðangrinum
á Mýrdalsjökli, fengum að taka þátt í þessum leið-
angri Akureyringa. Við kynntumst þá afbragðsdug-
legu ferðafólki úr Ferðafélagi Akureyrar. Formaður
þess, Þorsteinn Þorsteinsson, var fararstjóri.
Það tókst að aka sæmilega greiðlega alla leiðina
frá Mývatni suður að rönd Dyngjujökuls, þar sem
vestasta upptakakvísl Jökulsár á Fjöllum kemur undan
honum við Urðarháls. Ferðafélagar okkar töldu þetta
vera fyrsta sinn, sem það hefði verið gert. Við geng-
um upp á jökulbrúnina. Hún var há, brött og mjög
sandborin.
Þegar við snérum heim til Reykjavíkur, flugum
við í fyrsta sinn á ævinni. Flugvélin var Catalina-
flugbátur. Hann tók sig á loft frá pollinum á Akureyri
og lenti á Skerjafirði. Flugvellir voru fáir á landinu.
Um þessar mundir frétti Steinþór um nýlegt
fararæki í Kanada, vélsleða. Tveir slíkir voru síðan
keyptir til landsins, annar fyrir Rannsóknaráð ríkisins
en hinn sleðann keypti hópur áhugamanna úr Skíða-
félagi Reykjavíkur, sem venjulega var nefndur „Litla
skíðafélagið“ og fór m.a. skíðaferðir inn í óbyggðir á
páskum. Þetta voru sleðar, því sléttur botninn hvíldi á
snjónum og rann á honum. Drifkraft fékk sleðinn frá
vélknúnu belti, sem lá í rauf á sleðabotninum. Mátti
þrýsta drifbeltinu niður í snjóinn með „gírstöng“, mis-
jafnlega fast eftir aðstæðum, svo að það næði hæfi-
legu taki á snjónum. Vorið 1946 æfðum við okkur
að nota vélsleða Rannsóknaráðs á graslendi við sum-
arbústað minn hjá Keldum í Mosfellssveit. Það gekk
vel. Þá voru jeppar komnir til sögu á Íslandi og fáeinar
jeppakerrur, sem voru engu síður nýjung en jepparnir.
Jeppakerra hentaði vel til þess að flytja vélsleðann.
Nú var gerð áætlun um að fara á Vatnajökul norð-
anfrá með því að aka á jeppum með vélsleðann norður
og síðan inn að Dyngjujökli, eins og áður var lýst, og
freista þess að koma sleða og farangri upp á jökulinn
með því að ryðja „veg“ upp bratta, sandborna jökul-
brúnina. Áður en til þessa kom, fréttum við, að annar
hópur sunnanmanna hefði þá um vorið ekið á þenn-
an hátt á tveimur jeppum upp jökulbrúnina og um 14
km inn á jökulinn og síðan sömu leið til baka. Þetta
mun hafa verið fyrsta bílferð á jökli hér á landi. Þar
voru á ferð þrír skíðakappar, Árni Stefánsson, Egill
Kristbjörnsson og Friðþjófur Hraundal ásamt Jóhann-
esi Áskelssyni jarðfræðingi.
Við fórum okkar ferð í ágústmánuði 1946. Auk
okkar Steinþórs voru í leiðangrinum Sigurður Þórar-
insson og þrír skíðafélagar okkar, Árni Stefánsson,
Einar Sæmundsson og Egill Kristbjörnsson. Við höfð-
um tvo jeppa ásamt kerrum og Ford-drossíu Egils.
Steinþór var fararstjóri. Á annarri jeppakerrunni stóð
eldrauður vélsleðinn, á hinni var bensíntunna, skíði,
Nansensleði og útileguútbúnaður. Þetta þótti nýstár-
leg sjón á bílastæðinu við Hótel KEA á Akureyri. Við
gistum þar í báðum leiðum.
Ferð okkar frá Grænavatni í Mývatnssveit suður
Ódáðahraun og Dyngjufjalladal að Dyngjujökli gekk
eins og í sögu. Við ókum alveg að jöklinum og hófum
strax að gera „veg“ upp bratta jökulbrúnina. Í miðju
verki varð einum okkar litið niður til bílanna á sand-
inum svarta – og sá að eitthvað var að. Drossían stóð
nú í polli og var að sökkva í sandbleytu, sem myndast
hafði. Nú dugði ekkert minna en snörustu handtök,
sem til voru. Okkur tókst að bjarga bílnum úr svað-
inu og koma honum á betri stað til geymslu. Hefði
þetta atvik ekki komið fyrir, þá er óvíst að við hefðum
fundið drossíuna „ofan sands“, er við komum til baka
af jöklinum viku síðar.
Jepparnir tveir með kerrurnar í eftirdragi komust
klakklaust eftir einkavegi okkar upp á skriðjökuls-
brúnina. Sá akstur var ekki neinn barnaleikur, en öku-
meistararnir Árni Stefánsson og Einar Sæmundsson
létu lítt yfir sér. Svo stigum við hinir upp í og nú ókum
við á ósléttum ís Dyngjujökuls 18 km inn á jökulinn.
134 JÖKULL No. 71, 2021