Úrval - 01.04.1948, Side 5
MYNDIR BARNA OG ÁHRIF ÞEIRRA Á NÚTlMALIST
3
vera; það er eins og prisma, sem
hleypir í gegnum sig því, sem
það sér og skynjar, án þess að
hafa áhrif á það. Mozart samdi
tónverk fimm ára gamall, og
Blake var jafngamall, þegar
hann sá tré fullt af engium í
Peckham. Sannleikurinn er sá,
að börn sjá margt, sem fullorðn-
ir fara á mis við. Þau lifa mjög
nærri heimi, sem okkur dreym-
ir um, heimi, þar sem ekkert
er ómögulegt, og þau yfirgefa
þenna heim smám saman á mis-
munandi aldri, en venjulega um
tólf ára aldur.
Myndirnar, sem hér eru birt-
ar, eru eftir börn innan tólf ára.
„Orustan við Hastings" er gott
dæmi um nýtingu myndflatar-
ins; allur flöturinn er nýttur til
hin ýtrasta til að auka á stríðs-
ofsann og ringulreiðina. En nýt-
ingin er ekki skipulögð, og þar
skilur á milli barnsins og hins
vitandi listamanns. Berið þetta
saman við hina hárnákvæmu
niðurröðun í mynd Klees:
„Gufuskipið fer framhjá jurta-
garðinum“, eða sparsemina í
hinni markvissu tjáningu mynd-
arinnar „Fallhamarinn". Smá-
mynd eftir Klee er jafnáhrifa-
mikil og stærðar málverk, sök-
um hins fullkomna jafnvægis í
lögun, stærðarhlutföllum og
blæbrigðum.
Það, sem við einkum dáum hjá
börnum og öfundum þau stund-
um af, er glöggskyggni þeirra
og umsvifaleysi. Seinna kemur
námið og sjálfsvitundin, en
markmið menntunar á að vera,
að sjálfsvilji og hæfileiki til að
njóta, fái að lifa áfram og þrosk-
ast á þessu skeiði mótunar.
Síðan á endurreisnartímabil-
inu hefur evrópsk list verið á
stigi ungæðislegrar ástríðu á
þekkingu, vísindum og siðgæði.
Ef til vill er hún nú reiðubúin
að hef jast á nýtt stig frumrænn-
ar sameiningar, sem er ofar öll-
um hugmyndum um gott og illt
— stig, sem sameinar töfraheim
barnsins og þroskaða vitund
hins fullorðna manns — í ætt
við þá list, sem skapaði pýra-
mídana.
Nútímalistamenn hafa oft við
tilraun sína til að finna aftur
rætur Iistar sinnar leitað til
barnanna, sem tjá sig heil og
óskipt, en ekki til hálfs, með
heilanum eingöngu. Það, sem
stóð listinni fyrir þrifum á öld-
inni sem leið, var ekki svo mjög
skortur eða misnotkun á sköp-
unarmættinum, heldur miklu
fremur ofnotkun á hugsun