Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 17
UM ERFIÐLEIKA í SAMLÍFI HJÖNA
15
Somir giftast til að reyna að
ráða bót á meini sínu; slíkt er
venjulega sjálfsblekking. Þetta
á auðvitað bæði við um konur og
karla. Svo er einnig til fólk,
sem hefur hneigðir til beggja
kynja. Hjónaband slíks fólks
getur stundum blessast.
Ýmsir fleiri erfiðleikar en hér
hafa verið nefndir eru til, svo
og mörg afbrigði af kynferðis-
lífi, sem geta virst mjög und-
arleg og óskiljanleg í augum
annarra. Hjá flestu heilbrigðu
fólki gætir votts af slíkum af-
brigðum í einni eða annari mynd
en á meðan það veldur ekki erf-
iðleikum í samlífi hjónanna,
kemur það ekki að sök.
Vanþekking á þessum mál-
um getur verið mjög örlagarík;
hún getur valdið því, að menn
líti á heilbrigð kynferðisleg
fyrirbrigði sem sjúklegt ástand,
eða sem merki um spilltan hugs-
unarhátt, og getur slíkt auðvit-
að leitt til margskonar misskiln-
ings og vandræða.
Gagnkvæm tillitssemi er mjög
mikilvægt skilyrði til að kyn-
ferðislíf hjóna geti verið sam-
stillt og farsælt, og flest þrosk-
að fólk finnur á sér hvað særir
og hvað gleður maka þess. Van-
þekking og eigingirni eru meg-
inorsök erfiðleika í kynferðis-
lífi heilbrigðs fólks. Takmarkið
verður að vera að veita hinni
uppvaxandi kynslóð slíkt upp-
eldi og slík lífsskilyrði, að hún
hljóti heilbrigða sál í heilbrigð-
um líkama, því að samfara því
verður einnig heilbrigt kynferð-
islíf.
CV) ★ (X)
Ekkert pláss.
Eddie vann á skrifstofu i stóru fyrirtæki — ef vinnu skyldi
kalla, því að hann var frámunalegu latur og værukser. Dag nokk-
urn, þegar viðskiptavinur, sem var tíður gestur á skrifstof-
unni, kom í heimsókn, tók hann eftir, að Eddie var ekki á
skrifstofunni.
,,Hvar er Eddie?" spurði hann. ,,Er hann veikur?“
„Nei, hann er ekki veikur," sagði skrifstofustjórinn. „Hann er
farinn frá okkur.“
,,Jæja,“ sagði viðskiptavinurinn. „Hafið þið ráðið nokkurn í
plássið hans?“
„Eddie lét ekki eftir sig neitt pláss,“ sagði skrifstofustjórinn.
— The Nashua Cavalier.