Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 20
18
'Ctrval
stúlka v a r á undan yður,“
sagði ég og lét Karólínu hafa
eina dós af baunum.
Þetta hafði tilætluð áhrif.
Karólína vildi strax fara út í
búð aftur.
Síðan þetta var, höfum við
hjónin notað svona leiki til að
venja Karólínu og Grétu litlu
systur hennar við ný reynslu-
atriði, sem bíða þeirra. Ég var
fjarverandi fyrir skömmu, þeg-
ar læknirinn okkar tók eftir, að
háls- og nefkokskirtlarnir í
Grétu voru orðnir svo skemmd-
ir, að hann taldi ráðlegast að
taka þá strax. Maðurinn minn
byrjaði strax að leika.
„Ég þóttist vera læknirinn og
Gréta sjúklingurinn,“ sagði
hann mér seinna. „Hún fór upp
í rúm, og ég kom og hlustaði
hana með ímyndaðri hlustunar-
pípu og skoðaði upp í hana. Ég
sagði henni, hvernig henni
myndi verða ekið inn í skurð-
stofuna í rúmi, sem væri á hjól-
um. „Taktu vel eftir skurðstof-
unni, því að þar er margt
skemmtilega að sjá. Allt er hvítt
og læknirmn og hjúkrunarkon-
an eru í hvítum fötum. Stóru
ljósin fyrir ofan höfuðið á þér
eru til þess að læknirinn sjái
betur ofan í hálsinn á þér, og
lyktin er til þess að sótthreinsa.,
svo að þér verði ekki illt í háls-
inum á eftir.“
Svo lagði ég lófann létt ofar.
á nefið á henni og sagði: „Þetta
er svæfingargríman, og þegar
þú andar að þér úr henni, þá.
verðurðu syfjuð. Og ef til viE
fer þig að dreyma.“
Ég gerði þetta nokkrum sinn-
um, þangað til hún vandist því.“
Eftir aðgerðina sagði lækn-
irinn manninum mínum, að húm
hefði verið einstaklega meðfæri-
leg, hefði ekkert grátið og ekk-
ert verið hrædd. í stað þess, að
ef öllu hefði verið leynt fyrir
henni og allt hefði komið henni
á óvart, mundi hún hafa orð-
ið dauðskelkuð.
Börnum er eiginlegt að læra.
af leikxun. Það er kannski dá-
lítið tímafrekara að kenna böm-
um með leikum, en árangurinn
er vel þess virði, að þeim tíma
sé eytt til þess.
Ástin lifir af skorti á næringu, en hún deyr ef hún mettast.
— Musset.