Úrval - 01.04.1948, Side 27
LENIN OG TROTSKI 1 LONDON
25
hafa fengið að láni £500 hjá
Fels, sem hann lofaði að endur-
greiða eftir sigur byltingarinn-
ar. Lenin skrifaði undir það.
Þegar hann stóð upp til að fara,
þrýsti Fels í hönd hans einu
eintaki af bæklingnum um jarð-
rentuna, sem hann bar alltaf í
vasanum. Ég álykta af gang
sögunnar í Rússlandi, að hon-
um hafi ekki tekizt að snúa Len-
in!
Fyrir tilstilli peninga Fels
komust flestir þingmennirnir
aftur heim til Rússlands, þeirra
á meðal Stalin, sem þá var enn
ungur og lítið áberandi. For-
ingjamir voru áfram í útlegð
víðsvegar í Vestur-Evrópu. Þeir
héldu áfram að deila um starfs-
aðferðir í flugritum og tíma-
ritum, sem þeir smygluðu til
Rússlands. Sjö árum síðar
brauzt fyrri heimsstyrjöldin út,
og Lenin hafði lag á að notfæra
sér hana í þágu byltingarinnar.
Tíu árum eftir leyniþing hinna
allslausu uppreisnarmanna og
útlaga í bárujárnsskálanum í
New Southgate steyptu verka-
menn Pétursborgar keisaranum
af stóli, hertóku Vetrarhöllina
undir herstjórn Trotskis og
stofnuðu undir forustu Lenins
Sovétstjórnina, sem enn er við
lýði. Hinn gjaldþrota flokkur,
sem fengið hafði lán fyrir far-
inu heim hjá Jósef Fels, gleymdi
ekki skuld sinni á stund sigurs-
ins. Hinn aldni öðlingur var dá-
inn, en ekkja hans fékk fimm
hundruð pundin með skilum.
-o-
Vaninn er harður húsbóndi.
Rektor við einn af helztu háskólum Nýja Sjálands hafði áhyggj-
ur út af því, hvað nemendurnir notuðu mikið amerísk orða-
tiltæki. Einum þeirra var sérstaklega tamt að segja i tíma
og ótíma: „You are telling me,“ sem mun notað í sömu merk-
ingu og margir nota á islenzku ,,þú segir nokkuð“.
Rektor ákvað að refsa þessum nemanda með þvi að láta hann
fara upp að kennarapúltinu og endurtaka þaðan tólf sinnum
þetta orðatiltæki sitt, öðrum nemendum til viðvörunar.
Nemandinn þuldi það ellefu sinnum og staulaðist örmagna í
sætið sitt.
Skólastjórinn kallaði til hans: „Jones, þú sagðir það ekki
nema ellefu sinnum."
„í>ú segir nokkuð!“ anzaði Jones af bragði.
— Christian Science Monitor.
4