Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 31
ROTTAN
29
ina fyrir sér — augnaráð hans
hvíldi á einum eftir annan, unz
það staðnæmdist við Bjarna
Vík. Vík hefur rottuvaktina í
átta klukkutíma! Matsveinninn
tekur við af honum. Þannig
verður skipzt á vöktum, þar til
rottan hefur náðst.
Bjarni hóf þegar kerfis-
bundna leit. Auðvitað var hann
sá eini, sem hæfði slíku hlut-
verki. Hann lét ekki neina smá-
muni aftra sér.
En stýrimaðurinn var eng-
an veginn bjartsýnn. Það var
búið að leita hátt og lágt í skip-
inu, og rottan var ekki svo vit-
laus, að hún léti ná sér.
#
Svo tók skipstjórinn stýrið af
prestinum og sagði: Stýrimað-
ur, látið mennina grafast fyrir
það, hvernig rottan kemst nið-
ur í lestina. Þar felur hún sig.
Þeir leituðu í hverjum krók
og kima um gervallt skipið. En
þeir höfðu gert það áður, og leit-
in bar ekki meiri árangur en
fyrr. Þá sat rottan á stórlúg-
unni miðri!
Bjarni varð ofsareiður. Þeir
umkringdu óvininn, vopnaðir
kústum og prikum. Skipstjórinn
fór jafnvel frá stýrinu og steytti
bera hnefana. Allt í einu var
rottan horfin. Hvaða þýðingu
hefur það, hvaðan skip kemur
eða hvert það fer, ef rotta er
um borð, sem hægt er að snú-
ast kringum? Rottan var lífið
og lífsóttinn, hún var tákn
hinna góðu og illu afla. Það var
hún, sem kom því inn hjá þeim,
að lífið hefði tilgang. Hvaða til-
ganga hefði lífið haft, ef rottan
hefði ekki verið til? Þeir litu á
hana með sama niðurbælda við-
bjóðnum og fullorðið fólk lítur
á mjólk — en hvað væri lífið
án mjólkur? Þeir sóru og sárt
við lögðu, að þeir skyldu ná rott-
unni, enda þótt þeir yrðu dæmd-
ir til að sigla umhverfis Island
allt til dómsdags. Og þeir hugs-
uðu líka með sér, eins og menn,
sem eru orðnir vitstola: Hvað
eigum við að gera eftir dóms-
dag, ef vjð getum ekki veitt
rottuna á himnum ?
Þeir veltu málinu fyrir sér
á alla vegu. Þá dreymdi um
djöfullegustu kvalatæki og þeir
rifjuðu upp fyrir sér allt, sem
þeir höfðu heyrt um pyntingar
miðaldanna. Bjarni benti á sár
sín og sagði: Hún hefur bitið
mig! Hefur hún kannske bitið
nokkurn ykkar?
— Uss, sagði matsveinninn,
það er bara af því að hún þekkir