Úrval - 01.04.1948, Page 43
KVIKMYNDAEFTIRLITIÐ 1 ÝMSUM LÖNDUM
41
iim og öðrum, eldri en tólf ára,
en þó ekki gulum mönnum og
svörtum“. I sjötta flokki „leyfð-
ar Evrópumönnum og öðrum
eldri en sextán ára, en ekki negr-
um“. Og loks „leyfðar Evrópu-
mönnum eldri en sextán ára“.
Ameríska myndin Honululu
var lejrfð árið 1939, en „aðeins
fyrir Evrópumenn“, og eftir að
klipptir höfðu verið úr nokkrir
kaflar, þar á meðal einn, sem
sýndi „hvita stúlku dansa fyrir
framan Hawaii-búa“, og annar,
sem sýndi þrjár dansandi negra-
stúlkur.
Það mætti halda áfram óend-
anlega að rekja dæmi, sem sýna,
að erfitt er að tala um „kvik-
myndafrelsi" í heiminum á
sama hátt og prentfrelsi og mál-
frelsi. Ein ástæðan er vitanlega
sú, að kvikmyndamarkaðurinn
er miklu alþjóðlegri í eðli sínu
en bóka- og blaðamarkaðurinn,
og það er mikilvægt fjárhags-
atriði fyrir kvikmyndaframleið-
endurna, að myndir þeirra fáist
sýndar sem víðast.
Gott dæmi um það, hve erfitt
er að gera öllum til hæfis, er
gamanmyndin Draugur í vestur-
för. Eins og nafnið ber með sér,
leikur draugur í myndinni, og
þótti af honum mikil skemmtun
í vestrænum löndum. En öðru
máli gegndi í Kína. Þar var
myndin bönnuð og ástæðan, sem
færð var fyrir banninu, var:
„Kínverjar halda í heiðri minn-
ingu forfeðra sinna“.
° • ★ • °
Bókvitið og askamir.
Þcgar maðurinn minn var kennari við lítinn landbúnaðarhá,-
skóla, kom fram tillaga í þinginu um að hækka kennaralaunin.
Bændaflokkurinn var allur á móti. Þingmenn hans, sem vom
bændur, gátu ekki skilið, hversvegna prófessoramir ættu að
fá 5000 dollara á ári fyrir að kenna 12 til 15 stundir á viku.
Fulltrúar háskólans fengu engu áorkað, fyrr en einum þeirra,
sem hafði nokkur kynni af búskap, datt ráð í hug.
„Herrar minir,“ sagði hann, „það er líkt um háskólaprófess-
ora og naut. Það er ekki tíminn, sem fer I verkið, sem mestu
máli skiptir, heldur mikilvægi þess, sem unnið er.“
Prófessorarnir fengu launahækkunina.
— R. H. í „Reader’s Digest“.
6