Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 44
Enskur tizkufraeðingur gerist forspár
um klæðnað karlmanna.
Karlmannaföt framtíðarinnar.
Grein úr „The Strand“,
eftir James Laver.
"VriÐ karlmennirnir sætum
” raunverulega mjög illri með-
ferð af hálfu tízkusérfræðing-
anna. Tízkublöðin geta fata okk-
ar að engu. Engum dettur í hug
að skreppa til Parísar eða New
York til að kynna sér nýjungar
í karlmannafatatízku, enginn
sendir upp belg til að sjá, hvað-
an vindurinn muni blása á næst-
unni, enginn virðist hafa áhuga
á málinu. Kventízkan er dýr-
mætt fréttaefni, en karlmanna-
föt eru ekki talin þess virði, að
á þau sé minnst.
Það hefur um langt skeið ver-
ið eitt af hlutverkum mínum, að
segja kvenfólkinu fyrir um,
hverju það muni klæðast (og
hljóta skammir að launum, jafn-
vel eftir að spár mínar hafa
rætzt), en nú ætla ég að bregða
vana mínum og segja fyrir um
föt okkar karlmannanna.
Fataástandið hjá mér er í
hæsta máta undarlegt. Því fá-
tæklegra sem það verður (vegna
skömmtunarinnar), því form-
legri neyðist ég til að vera 3
klæðaburði. Þegar olnbogarnir
voru komnir út úr á sportfötun-
um mínum, neyddist ég til að
fara í dökku fötin mín. Og nú,
þegar þau eru orðin trosnuð á,
ermum og hornum, gríp ég til
svarta jakkans og röndóttu
buxnanna. Þegar þau hafa geng-
ið sér til húðar, mun ég fara i
síðjakka (Jacket), eins og ég
væri að fara til brúðkaups, og
ef skömmtunin heldur nógu
lengi áfram, neyðist ég til að
vera í ,,smoking“ á skrifstofumii
og drekka te í kjól og hvítt og
með pípuhatt.
Sú staðreynd rann upp fyrir
mér, þegar ég hugleiddi þessa
sorgarsögu mína, að það, sem hér
er að ske, er aðeins það, að þi ó-
unarsaga karlmannafatanna er
að endurtaka sig — aftur á bak.
Því að öll þau föt, sem við telj-
um nú formleg, þ. e. bundin
við sérstök tækifæri, voru einu