Úrval - 01.04.1948, Page 46

Úrval - 01.04.1948, Page 46
44 ÚRVAL ar eru ekki þægileg er sú, að það var allt annað sjónarmið, sem réði sniði þeirra. En hvaða sjónarmið réði því þá? Enginn dirfist að halda því fram, að nútímakarlmannsföt leggi á- herzlu á hina karlmannlegu eig- inleika í fari mannsins. Föt kvenna eru sniðin með það fyr- ir augum, að vekja athygli á hinu kvenlega í vexti konunnar. Þrátt fyrir hinar miklu félags- legu breytingar, sem orðið hafa á undanfömum áratugum, eru það fyrst og fremst hugmynd- ir manna um virðuleik, sem ráða sniði á fötum karlmannanna. Með því að föt kvenfólksins eru í samræmi við óskir karl- mannanna, og öfugt, sést af þessu, að virðuleiki er það, sem konur meta mest í fari karl- manna. Þannig er það líka. Sterkasta eðlishvöt þeirra er — og á að vera — að tryggja ör- yggi afkvæmisins; og það er enn gert bezt með því að giftast manni í „virðulegri stöðu“. Föt karlmannanna fylgja því, sem ég hef á öðrum stað kallað hús- bóndalögmálið, og það er megin- ástæðan til þess, að þau hafa tilhneigingu til að stirðna í form- um, steingervast. Föt kvenna fylgja ginningarlögmálinu, og þess vegna em þau lifandi eins og blóm. Umbótasinnaðir skraddarar standast ekki reiðari, en þegar þeir heyra haldið fram, að karlmannafötin séu stirðn- uð í dauðum formum. Þeir benda með faglegu stolti á endurbætur á sniði, sem ný- lega hafi komið fram, svo og meiri dirfsku í litavali. En þeg- ar eg segi, að föt karlmanna séu stirðnuð í dauðum formum, felst ekki í því nein lítilsvirðing á hugkvæmni skraddaranna. Ég er að ræða um grundvallarreglu, sem er í fullu gildi enn í dag. Sportföt í sterkum og Ijósum litum eru alls engin nýjung. Þvert á móti, köflótt og marg- lit sportföt vom mjög í tízku á níunda tug síðustu aldar. Einni kynslóð þar áður gengu menn í buxum, sem vom stórköflótt- ar að neðan og smáköflóttar að ofan, eða öfugt. En það vom einmitt þessi föt, sem stirðnuðu í þeim formum, sem við notum nú: hinir misstóru tiglar urðu að beinum, samsíða röndum, jafnóbifanlegum og járnbraut- arteinar. Og því formfastari sem buxurnar urðu, því þrengri og dekkri varð jakkinn. Og þetta skeður svo reglulega, að það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.