Úrval - 01.04.1948, Side 47
KARLMANNAFÖT FRAMTlÐARINNAR
45
virðist næstum vera náttúrulög-
mál, eða að minnsta kosti lög-
mál mannlegrar náttúru, eins og
þjóðfélagshættirnir eru nú.
Af þessu sjáum við, að eina
leiðin til að koma á breytingu
er að koma nýjum sportfötum í
almenna notkun, en undir eins
og það hefur verið gert, byrja
þau að feta í fótspor fyrirrenn-
ara sinna, þrengjast og fá á sig
fast form. Að því er ég bezt
fæ séð, eru nú þrjár tegundir
fata í notkun, sem tákna þrjú
stig í þróuninni (síðjakkann og
aðrar eldri tegundir tel ég ekki
með). Þessar þrjár tegundir eru
hin venjulegu jakkaföt, sport-
jakkinn og flónelsbuxurnar, og
loks treyjan, sem svipar til
ensku hermannatreyjunnar eða
treyju amerískra skógarhöggs-
manna, og notuð er við hnébux-
ur eða aðrar svipaðar buxur.
Ráðsettir menn nota hin venju-
legu jakkaföt, ungir menn nota
sportjakkann og flónelsbuxurn-
ar. Listamenn (einkum ef þeir
eru á einhvern hátt tengdir kvik-
myndaframleiðslunni) og skóla-
piltar, hallast frekar að treyju
skógarhöggsmannanna. Auðvit-
að eru margar undantekningar
frá þessari flokkun, en megin-
stefnan er greinilega þessi.
Tveir möguleikar eru hugsan-
legir í náinni framtíð. Ef hin
félagslega þróun heldur áfram
á svipaðan hátt og hún hefur
verið undanfarnar tvær aldir
(með öðrum orðum, ef kapital-
isminn lifir áfram), mun sama
sagan endurtaka sig. Á næstu
tuttugu árum munu sportfötin
leysa jakkafötin af hólmi, og
jakkafötin verða tækifærisföt,
og þannig koll af kolli.
En svo er annar möguleiki
hugsanlegur, sem erfitt verður
að sjá fyrir, hvaða áhrif muni
hafa á klæðnað karlmanna. Svo
getur farið, að hætt verði að líta
á karlmanninn sem nauðsynlega
fyrirvinnu f jölskyldunnar; verið
getur, að f jölskyldan, eins og við
þekkjum hana, hverfi algerlega.
Ef svo verður, má gera ráð fyr-
ir, að konur taki að velja sér
maka eftir útliti þeirra frekar
en eftir stöðu og efnahag, og
að húsbóndalögmálið hætti að
ráða klæðnaði karla, en í stað
þess kæmi ginningarlögmálið.
1 klæðnaði karla mundi þá
verða lögð meiri áherzla á karl-
mannleg einkenni, svo sem breið-
ar axlir, mjóar mjaðmir o. fl.
Svartamarkaðs braskaramir
eru athyglisverðir í þessu sam-
bandi. Þeir lifa á landamærum