Úrval - 01.04.1948, Qupperneq 51
BÖRNIN SÁLGREINA SIG SJÁLF
49
börnum í sérstökum stofnunum
í London og víðar á Englandi.
Sjö ára gömul telpa, Joan,
var til dæmis lögð inn á slíka
stofnun, af því að hún var orð-
in vansæl og óróleg. Hún var
önug, kenjótt og lystarlaus.
Þegar Joan var komin inn í leik-
herbergi stofnunarinnar, fór
hún að rissa og teikna mynd-
ir, en það veitti taugalækninum
þær upplýsingar, sem hann
þarfnaðizt.
Teikningar hennar voru af
húsi, tré og eimvagni. Lítil telpa
stóð fyrir utan húsið, en dyr
þess voru lokaðar.
„Hvaða stúlka ætli þetta sé?“
sagði læknirinn.
Ekkert svar.
„Hún er ósköp einmanaleg,
finnst þér ekki?“
Barnið kinkaði kolli til sam-
þykkis.
„Ég held, að hún heiti Joan.“
„ Já — og þetta er hús mömmu
hennar,“ sagði telpan, og gaf
honum með því til kynna, að
hann væri á réttri leið. Og svo
kom sagan:
Faðir Joan hafði verið flutt-
ur til annars landshluta, en móð-
ir hennar hafði ekki getað farið
með manni sínum, vegna hús-
næðisskorts þar. Telpan hafði
einu sinni heyrt móður sína
segja við nágranna sinn: „Auð-
vitað myndi ég flytja til Brians,
ef ég gæti það vegna barnsins.“
Joan fannst hún því vera
hornreka. En hún minntist ekki
á það, heldur varð hún vansæl
og lasin. Þegar móðurinni varð
ljóst, hvað amaði að henni, gat
hún bætt úr því.
Taugalæknar líta ekki einung-
is á leik sem þægilega aðferð til
þess að komast fyrir orsakir
andlegrar vanlíðunar, heldur og
sem áhrifamikinn læknisdóm.
Fimm ára gamall drengur get-
ur t. d. hefnt sín fyrir ímynd-
aðan órétt af hálfu föðurins,
með því að berja gamlan brúðu-
ræfil. „Einungis innri maður
drengsins — og læknirinn —
vita, að það er raunverulega fað-
irinn, sem verið er að berja, og
læknar segja ekki frá.“
Kenning taugalækna er sú, að
barnið verði að eyða „slæmum“
hvötum sínum með leik, og þeir
leggja áherzlu á það, að full-
nægja verði þessum hvötum, eigi
síður en hinum ,,góðu“. Að öðr-
um kosti getur viðkomandi
þjáðzt af martröð og taugaveikl-
un síðar í lífinu.
Leikur getur einnig hjálpað
böi'num til að sigrast á órétt-