Úrval - 01.04.1948, Síða 65
DÓTTIR HIRÐINGJANS
63
sonur minn og þegar ég dey átt
þú að verða konungur, hvernig
getur staðið á því, að þú vilt
kvænast dóttur hirðingjans ? Og
sonurinn sagði, herra, ég veit
það ekki, en ég veit, að ég elska
þessa stúlku og ég vil, að hún
verði drottning mín.
Konungurinn sá, að ást sonar
hans á stúlkunni var frá guði,
og hann sagði, ég ætla að senda
til hennar. Og konungurinn lét
sendiboða koma til sín og sagði
við hann, farðu til dóttur hirð-
ingjans og segðu, að sonur minn
elski hana og hann vilji eignast
hana fyrir konu. Og sendiboð-
inn fór til stúlkunnar og sagði,
kóngssonurinn elskar þig og vill
fá þig fyrir konu. Og stúlkan
sagði, hvað vinnur hann ? Og
sendiboðinn sagði, hann er son-
ur konungsins; hann vinnur
ekki. Og stúlkan sagði, hann
verður að læra eitthvert starf.
Og sendiboðinn sneri aftur til
konungsins og skýrði frá því,
sem dóttir hirðingjans hafði
sagt.
Konungurinn sagði við son
sinn, dóttir hirðingjans óskar
þess, að þú lærir einhverja iðn.
Viltu enn eignast hana fyrir
konu? Og sonurinn sagði, ég
ætla að læra að flétta ábreiður
úr stráum. Og drengnum var
kennt að flétta ábreiður úr strá-
um, með rósum og skrautmynd-
um, í ýmsum litum, og að þrem
dögum liðnum gerði hann mjög
góðar ábreiður úr stráum, og
sendiboðinn fór aftur til dóttur
hirðingjans og sagði, þessar
ábreiður eru verk kóngssonar-
ins.
Og stúlkan fór með sendiboð-
anum til hallar konungsins og
hún varð strax kona kóngsson-
arins.
Dag nokkurn, sagði amma
mín, gekk kóngssonurinn um
götur Bagdad, og þá rakst hann
á matstað, sem var svo hreinn
og svalur, að hann gekk inn og
settist við borð.
Þessi staður, sagði amma mín,
var staður þjófa og morðingja,
og þeir tóku kóngssoninn og
settu hann í dýflissu, þar sem
mörg stórmenni borgarinnar
voru í haldi, og þjófarnir og
morðingjarnir drápu feitustu
mennina og ólu með þeim þá,
sem horaðastir voru, og höfðu
þetta í flimtingum. Kóngssonur-
inn var í hópi hinna horuðustu
og hér var mönnum það ókunn-
ugt, að hann var sonur Persíu-
konungs, svo að lífi hans var
þyrmt, og hann sagði við þjóf-