Úrval - 01.04.1948, Page 70
Ýmsar nýjungar —
/
I stuttu máli.
Úr „Science News Letter“ og „The Listener“.
Rabarbari varnar
tannskemmdum.
Tannlæknar í Bandaríkjunmn
hafa orðið varir við, að í fólki,
sem daglega drekkur mikið af
sítrónusafa, t. d. við hægða-
tregðu og gigt, tærist utan af
framtönnunum.
Nú hafa rannsóknir við Cor-
nell háskólann í Bandaríkjun-
um leitt í ljós, að með því að
blanda einum bolla af rabar-
barasafa saman við fjóra bolla
af sítrónusafa megi koma í veg
fyrir eyðingu tannanna.
Þessi uppgötvun á sér sögu,
sem hófst, þegar prófessor Mc-
Cay var fenginn til að rannsaka
mataræðið í einni deild flotans
árið 1943. Hann komst að þeirri
niðurstöðu, að hermennimir
borðuðu mikið sælgæti og
drykkju mikið gosdrykki, ein-
kum hina svonefndu Cola-
drykki, sem innihalda allmikið
af fosfórsýru. Spurningin var:
olli þessi sýra eyðingu á tönn-
unum? Hann lagði tennur úr
mönnum í coladi-ykk. Eftir tvo
daga voru þær orðnar meyrar.
Næst gerði hann tilraunir á
dýrum — gaf þeim gosdrykki.
1 öllum dýrunum leystist gler-
ungurinn á jöxlunum upp að
meira að minna leyti á tveim
til átta vikum. Margir aðrir
súrir drykkir voru einnig reynd-
ir; bæði sítrónusafi og sítrón-
sódavatn reyndist eins skaðleg
tönnunum og coladrykkirnir.
stöðugt frá því að heimurinn
varð til, þ. e. í 3000 milljónir ára,
sem er 1017 sekúndur, og prent-
að með hraða atomtíðninnar
(atomic vibrations), 10,n línur á
sekúndu. Nú myndu þær vera
búnar að prenta 3.1074 X1017 X
1015=3.1010G línur — sem er um
V3: 1024 hluta — eða þriðjungur
úr kvadrilljónasta hluta — af
öllum hugsanlegum stafaröðum
(3 með 24 núllum fyrir aftan).
Það yrði því ekki fljótlegt, að
velja efni úr öllu því prentaða
máli, sem allar þessar prentvél-
ar skiluðu frá sér.